Erlent

Fyrsta myndin af feðgum í Norður-Kóreu

Feðgarnir með hershöfðingja á milli sín.
Feðgarnir með hershöfðingja á milli sín.

Norður-Kóreska sjónvarpið sýndi í gær í fyrsta skiptið myndir af leiðtoga landsins Kim Jong-Il ásamt syni hans Kim Jong-un en sá er talinn líklegur eftirmaður föður síns í starfi.

Tilefni þess að sjónvarpið sýndi þessar myndir er mikil hátíðarhöld sem fram fóru fram í höfuðborg landsins, Pyongyang, í gær í tilefni þess að hinn ráðandi kommúnistaflokkur er 65 ára gamall.

Kim Jong-Un var tiltölulega óþekktur þangað til fyrir skömmu. En upp á síðkastið hefur hinum 27 ára gamla syni leiðtogans verið flaggað æ oftar og telja sérfræðingar það til marks um það að farið sé að undirbúa það að hann taki við af fóður sínum sem er sagður orðinn heilsuveill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×