Erlent

Ban Ki-moon með áhyggjur af ástandinu í Kirgistan

Frá höfuðborginni Osh.
Frá höfuðborginni Osh. MYND/AP

Ban Ki Moon framkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna hefur lýst miklum áhyggjum af ástandinu í Kirgistan en þar hafa Kirgisar og Úsbekar borist á banaspjót síðustu daga.

Að minnsta kosti 117 hafa látist í átökum á milli Kirgisa og Úsbeka í borginni Osh og í nágrannasveitum. Tugþúsundir Úsbeka hafa neyðst til að flýja land en órói hefur verið í landinu frá því að forsetinn Kurmanbek Bakiyev var hrakinn frá völdum.

Forsetinn fyrrverandi nýtur enn stuðnings í suðurhluta landsins og hefur óánægjan með valdaránið á þeim slóðum ýft upp gamlar væringjar Kirgisa og Úsbeka. Bakiyev hefur hinsvegar þvertekið fyrir aðild að átökunum. Bráðabirgðastjórnin í landinu hefur biðlað til Rússa um að senda herlið til að koma á friði en Rússar hafa neitað hingað til.

Þeir hafa hinsvegar sent 150 manna sérsveit til landsins og er henni ætlað að vernda Rússneska herstöð í norðurhluta landsins. Sendinefnd frá Sameiðuðu þjóðunum er nú á leið til höfuðborgarinnar til þess að meta ástandið.

Um fimm og hálf milljón manna býr í Kirgistan sem áður var hluti af Sovétríkjunum og þar af eru um milljón Úsbekar búsettir í suðurhluta landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×