Lífið

Herra Hinsegin með 2. stigs bruna - mynd

Ellý Ármanns skrifar
„Ég var nú bara að strauja servíettur fyrir kvöldið. Já ég fékk alveg nóg af verkjalyfjum," svaraði Villi þegar við spurðum hvað gerðist og hvort hann hafi ekki örugglega fengið nóg af verkjalyfjum.
„Ég var nú bara að strauja servíettur fyrir kvöldið. Já ég fékk alveg nóg af verkjalyfjum," svaraði Villi þegar við spurðum hvað gerðist og hvort hann hafi ekki örugglega fengið nóg af verkjalyfjum.

Herra Hinsegin Vilhjálmur Þór Davíðsson skaðbrenndist í vinnunni í gær en hann er vaktstjóri á veitingastaðnum Domo.

Við höfðum samband við Villa og spurðum hvað kom eiginlega fyrir?

„Ég festi hendurnar í sjóðandi heitri strauvél í vinnunni. Þetta er tæki sem er notað til að strauja servíettur. Það lokaðist á hendurnar á mér," segir Villi og heldur áfram:

„Ég er með annars stigs bruna á sex puttum. Ég er búinn að vera að deyja í fingrunum síðan í gær," segir hann greinilega kvalinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.