Erlent

Rússar taka nú undir gagnrýni

Mahmoud Ahmadinejad Forseti Írans segir nýjar skilvindur brátt teknar í notkun.fréttablaðið/AP
Mahmoud Ahmadinejad Forseti Írans segir nýjar skilvindur brátt teknar í notkun.fréttablaðið/AP

Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti skýrði frá því í gær að nýjar skilvindur yrðu brátt teknar í notkun til að hraða auðgun úrans, sem hann sagði eingöngu ætlað til friðsamlegra nota.

Rússnesk stjórnvöld tóku þó í gær undir gagnrýni Bandaríkjamanna og Frakka og hvöttu Írana til að hætta að auðga úran. Rússar virðast líta svo á að nýju skilvindurnar styrki grun um að Íranar ætli sér að nota úranið til framleiðslu kjarnorkuvopna, en ekki eingöngu til friðsamlegra nota eins og þeir sjálfir halda fram.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×