Erlent

Lindsay Lohan dæmd í 90 daga fangelsi

Leikkonan Lindsay Lohan hefur verið dæmd í 90 daga fangelsisvist fyrir brot á skilorðsbundnum fíkniefnadómi sem hún hlaut árið 2007. Lohan átti samkvæmt dóminum að sækja tíma í misnotkun áfengis en stóð ekki við það.

Dómari í Kaliforníu skipaði Lohan að hefja afplánun sína þann 20. júlí. Samkvæmt fréttum í bandarískum fjölmiðlum mun Lohan hafa brotnað saman í réttarsalnum þegar dómurinn var kveðinn upp og var leidd hágrátandi út úr dómsalnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×