Lífið

Lady GaGa dettur alltaf í það á afmælisdaginn

Lady GaGa er mikil partí-gella og lætur sig sjaldnast vanta þar sem fjörið er. Hún hélt upp á afmælið sitt í gær og skyldi maður ætla að hún væri öll í því að halda grand partí af slíku tilefni.

Því er hinsvegar ekki til að dreifa því hún segist alltaf fagna áfanganum á sama hátt. „Ég finn bara næsta bar sem lyktar af hlandi og dett rækilega í það," sagði söngspíran sem stödd er á tónleikaferðalagi í Ástralíu.

„Þetta er það eina sem ég vill gera á afmælinu mínu," sagði stjarnan og bætti því við að vinir hennar væru löngu hættir að búast við boði í partí. Það er hinsvegar spurning hversu gamla hefð er um að ræða hjá GaGa, sem varð 24 ára í gær og því aðeins þrjú ár síðan hún náði löggiltum drykkjualdri í Bandaríkjunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.