Erlent

Bandarísku trúboðunum á Haítí sleppt

Mynd/AP

Dómari á Haítí hefur sleppt tíu bandarískum trúboðum, fimm konum og fimm körlum, sem sakaðir eru um að hafa ætlað að smygla 33 börnum úr landi. Börnin eru á aldrinum tveggja mánaða til tólf ára. Rannsókn málsins verður framhaldið en fólkið neitar ásökunum.

Bandaríkjamennirnir voru stöðvaðir á landamærum Haítí og Dóminíska lýðveldisins í lok janúar en þeir sögðust hafa ætlað að flytja börnin á munaðarleysingahæli sem þeir væru að koma upp í Dóminíska lýðveldinu. Þeir höfðu hins vegar engin skjöl meðferðis sem heimiluðu þeim að flytja börnin úr landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×