Meisturunum tveimur vel til vina 15. apríl 2010 16:00 Það hefur farið vel á með Button og Hamilton frá fyrsta mótinu í Barein, þar sem þeir mættust á blaðamannafundi. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton og Jenson eru báðir meistarar og Button núverandi handhafi titilsins. Hamilton sem vann titilinn 2008 var spurður hvort mikil samkeppni ríkti á milli þeirra á blaðamannafundi í dag, en Button er ofar Hamilton í stigamótinu hjá McLaren liðinu Hamilton hefur verið lengur hjá liðinu og því spáðu margir í hvort umskiptin hefði verið sterkur leikur eða veikur í vetur. Kapparnir tveir keyra á fyrstu æfingum á Sjanghæ brautinni í Kína í nótt. Oft verður einskonar stríð á milli liðsfélaga, en andinn á milli Buttons og Hamiltons er afar jákvæður. "Samstarf okkar gengur vel. Við löndum mörgum stigum fyrir liðið og hann er að gera frábæra hluti. Okkur lyndir vel saman. Button færir liðinu bara jákvæðni og er í góðu jafnvægi og vel gerður persónuleiki", sagði Hamilton um liðsfélaga sinn og keppinaut í brautinni. Þeir takast á við Sjanghæ brautina um helgina með McLaren og fóru báðir í ökuhermi McLaren til að bæta bíla sína fyrir mótið og finna út úr vanköntum á uppsetningu þeirra. Hamilton telur eins og fleiri að Red Bull bílarnir hafi forskot eins og staðan er núna hvað hraða bíla varðar, en gæðin hefur vantað í bíl Sebastian Vettel sem hefur bilað í tvígang. Annars væri hann trúlega með 3 sigra í handraðanum. "Sebastian gæti verið nokkuð á undan, en eins og staðan er núna er mjótt á munum. Ég vona að það verði raunin á næstunni, en spurning hvort Red Bull bílarnir þola eldraunina eður ei. Við verðum að gæta þess að sýna stöðugleika. Maður hefur ekki efni á því að falla úr leik of oft í stigamótinu." Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton og Jenson eru báðir meistarar og Button núverandi handhafi titilsins. Hamilton sem vann titilinn 2008 var spurður hvort mikil samkeppni ríkti á milli þeirra á blaðamannafundi í dag, en Button er ofar Hamilton í stigamótinu hjá McLaren liðinu Hamilton hefur verið lengur hjá liðinu og því spáðu margir í hvort umskiptin hefði verið sterkur leikur eða veikur í vetur. Kapparnir tveir keyra á fyrstu æfingum á Sjanghæ brautinni í Kína í nótt. Oft verður einskonar stríð á milli liðsfélaga, en andinn á milli Buttons og Hamiltons er afar jákvæður. "Samstarf okkar gengur vel. Við löndum mörgum stigum fyrir liðið og hann er að gera frábæra hluti. Okkur lyndir vel saman. Button færir liðinu bara jákvæðni og er í góðu jafnvægi og vel gerður persónuleiki", sagði Hamilton um liðsfélaga sinn og keppinaut í brautinni. Þeir takast á við Sjanghæ brautina um helgina með McLaren og fóru báðir í ökuhermi McLaren til að bæta bíla sína fyrir mótið og finna út úr vanköntum á uppsetningu þeirra. Hamilton telur eins og fleiri að Red Bull bílarnir hafi forskot eins og staðan er núna hvað hraða bíla varðar, en gæðin hefur vantað í bíl Sebastian Vettel sem hefur bilað í tvígang. Annars væri hann trúlega með 3 sigra í handraðanum. "Sebastian gæti verið nokkuð á undan, en eins og staðan er núna er mjótt á munum. Ég vona að það verði raunin á næstunni, en spurning hvort Red Bull bílarnir þola eldraunina eður ei. Við verðum að gæta þess að sýna stöðugleika. Maður hefur ekki efni á því að falla úr leik of oft í stigamótinu."
Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn