Erlent

Rússar hjálpa ekki Kirgistan

Dimitri Medved, forseti Rússlands, sagðist í dag ekki geta sent her til Kirgistan til að kveða niður óeirðir í suðurhluta landsins. Það var bráðabirgðastjórn í Kirgistan sem leitaði til forsetans um aðstoðina.

Stjórnvöld í Rússlandi segja málið vera innanríkismál en að minnsta kosti 65 hafa látið lífið í óeirðunum í landinu síðan í fyrrinótt. Óeirðirnar hófust í borginni Osh en er nú komnar til borgarinnar Jalalabad, þar hefur einnig verið lýst yfir neyðarástandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×