Handbolti

FH og Sundsvall í viðræðum um Sverri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sverrir Garðarsson.
Sverrir Garðarsson. Mynd/E. Stefán

Ágætar líkur eru á því að Sverrir Garðarsson muni spila með FH í sumar en hann er á mála hjá sænska félaginu GIF Sundsvall eins og er.

FH og Sundsvall eiga nú í viðræðum við kaup fyrrnefnda félagsins á Sverri en hann var í láni hjá Hafnfirðingum nú í sumar. Pétur Stephensen, framkvæmdarsjtóri FH, staðfesti þetta í samtali við Vísi í dag.

Sjálfur sagði Sverrir að hann viti ekki hvað taki við hjá sér. „Ég veit að það eru samningaviðræður í gangi en ég á enn eitt ár eftir af samningi mínum í Svíþjóð og mun virða hann verði það niðurstaðan."

Sverrir er staddur á Íslandi og æfir með FH þessa dagana. „Það kæmi mér þó ekki á óvart að þessi mál myndu leysast á næstu dögum. Ef ekki þá fer ég bara aftur til Svíþjóðar."

Sverrir lék með FH í átta leikjum í sumar og á alls að baki 58 leiki í efstu deild. Hann hefur einnig verið á mála hjá Molde í Noregi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×