Erlent

Náði ekki meirihluta atkvæða

Rousseff hefur notið góðs af stuðningi fráfarandi forseta, Luiz Inacio Lula da Silva, en hann valdi hana sjálfur sem frambjóðanda flokks þeirra.
Fréttablaðið/AP
Rousseff hefur notið góðs af stuðningi fráfarandi forseta, Luiz Inacio Lula da Silva, en hann valdi hana sjálfur sem frambjóðanda flokks þeirra. Fréttablaðið/AP

Enginn frambjóðandi náði 50 prósentum atkvæða í forsetakosningunum í Brasilíu sem fram fóru á sunnudag.

Framan af degi leit út fyrir að Dilma Rousseff, frambjóðandi hins ríkjandi Verkamannaflokks, næði meirihluta atkvæða en þegar leið á kvöldið varð ljóst að hún hefði ekki nægilegt fylgi.

Lokatölur voru þær að Rousseff fékk 46,9 prósent atkvæða en Jose Serra, frambjóðandi sósíaldemókrata, fékk 32,6 prósent.

Kosið verður aftur milli efstu tveggja frambjóðendanna eftir fjórar vikur. - mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×