Að lifa í núinu Elísabet Brekkan skrifar 8. september 2010 06:00 Charlotte Bøving, Pálmi Sigurhjartarson. Leiklist ***** Þetta er lífið…og om lidt er kaffen klar Höfundur og flytjandi: Charlotte Bøving Undirleikur: Pálmi Sigurhjartarson Rauði þráðurinn er núið, ekki minningar og bið, heldur núið! Charlotte Bøving svíkur engan í lífssöng sínum í Iðnó. Gamla fallega leikhúsið við Tjörnina varð eitthvað svo upprunalegt þegar hún sté á svið með undirleikara sínum, Pálma Sigurhjartarsyni, á frumsýningunni á laugardagskvöldið. Hann við hljóðfærið, hún með útbreiddan faðminn á svörtum skóm í svörtum kjól. Aðferðin virðist einföld en er svo vandmeðfarin. Við fæðumst og við deyjum. Það eigum við öll sameiginlegt hvort sem við erum dönsk eða íslensk. Charlotte hefur sviðsnærveru sem fyllir hvern krók og kima í leikhúsinu. Hún hrífur með sér áhorfendur í ferðalaginu gegnum lífið hér á Íslandi með innskotum frá bernsku og unglingsárum í Danmörku. Charlotte velur að segja sögu sína á íslensku og grínast með hvernig hún talar hana og hversu fáránlegt beygingarkerfið kemur henni fyrir sjónir, milli þess sem hún syngur lög á danskri tungu. Hún ferðast með okkur í réttri tímaröð með innskotum frá því hún fyrst kom til Íslands. Hún rammar inn sögubrotin með þeim textum sem dönsku lögin bjóða upp á, eins og t.d. Det var engang en Islandsk hest, den solgtes av en islandsk præst. Féll vitaskuld í góðan jarðveg. Það er fallegt á Íslandi, en það er líka fallegt í Danmörku og margt í náttúrunni þar sem er undursamlegt. Charlotte lýsir á myndrænan máta hvernig dóttir hennar lítil hleypur um garð í Danmörku og kallar á mömmu og á ekki orð til að lýsa því sem fyrir augu ber, nefnilega blómstrandi eplatré, mamma, það eru blóm á trénu! Yrkisefni Charlotte er algilt, allir þekkja sig í sögubrotunum. Hugleiðingar barnsins, og önugheit unglingsins, stressið í mömmunni og erfiðleikar við að koma skilaboðum til annarra foreldra á skikkanlegri íslensku. Tónlistinni er vafið inn í dagskrána á hugljúfan máta, tónskáldin ýmist fræg, óþekkt eða flytjendurnir sjálfir skrifaðir fyrir tónunum. Textarnir eru eftir marga fræga Dani, eins og til að mynda Tove Ditlevsen sem leggur út af besta tíma dagsins, og Charlotte tekur þar upp, eril og stress og þvottavélavesen og matarinnkaup sem trufla möguleikann á að vera einn með sjálfum sér. Hún hefur raddbeitingu sem minnir á dönsku revíustjörnurnar, og líður greinilega sjálfri undurvel á sviðinu, enda allan tímann í algeru sambandi við áhorfendur. Mörg laganna eru vel þekkt og textar Benny Andersen kunnir. Það eru textar eins og Barndomens land þar sem bláar flugur og barnatennur eru mikilvægar, fyrir svo utan að Svantes lykkelige dag um Nínu sem kemur úr sturtunni er alltaf jafn frábært og hér túlkar Charlotte það eins og hún sé fimmtugur latur karl á pallinum í sumarhúsinu að bíða eftir að fá kaffið sitt. Þemað er lífið, en einnig til hvers þetta líf er og þar finnur hún svar, eða kemur með góða tillögu, í texta Piet Hein, Du skal plante et træ, du skal göre en gærning. Það er líklega niðurstaðan í dagskránni, nefnilega að maður á að reyna að skilja eitthvað mikilvægt, eitthvað raunverulegt, eftir sig. Það þarf ekki að vera nein brjálæðisleg stærðfræðiformúla. Það er alveg óhætt að lofa hugljúfri kvöldstund með þeim Charlotte og Pálma fyrir utan að húmorinn vantaði ekki. Leikskráin er bréf frá Charlotte til áhorfenda og allir dönsku textarnir fylgja þar með, mjög smart! Niðurstaða: Hrífandi lífsóður með fyndnum hugleiðingum og sögubrotum, fléttuðum saman við hugljúfa tónlist. Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Sjá meira
Leiklist ***** Þetta er lífið…og om lidt er kaffen klar Höfundur og flytjandi: Charlotte Bøving Undirleikur: Pálmi Sigurhjartarson Rauði þráðurinn er núið, ekki minningar og bið, heldur núið! Charlotte Bøving svíkur engan í lífssöng sínum í Iðnó. Gamla fallega leikhúsið við Tjörnina varð eitthvað svo upprunalegt þegar hún sté á svið með undirleikara sínum, Pálma Sigurhjartarsyni, á frumsýningunni á laugardagskvöldið. Hann við hljóðfærið, hún með útbreiddan faðminn á svörtum skóm í svörtum kjól. Aðferðin virðist einföld en er svo vandmeðfarin. Við fæðumst og við deyjum. Það eigum við öll sameiginlegt hvort sem við erum dönsk eða íslensk. Charlotte hefur sviðsnærveru sem fyllir hvern krók og kima í leikhúsinu. Hún hrífur með sér áhorfendur í ferðalaginu gegnum lífið hér á Íslandi með innskotum frá bernsku og unglingsárum í Danmörku. Charlotte velur að segja sögu sína á íslensku og grínast með hvernig hún talar hana og hversu fáránlegt beygingarkerfið kemur henni fyrir sjónir, milli þess sem hún syngur lög á danskri tungu. Hún ferðast með okkur í réttri tímaröð með innskotum frá því hún fyrst kom til Íslands. Hún rammar inn sögubrotin með þeim textum sem dönsku lögin bjóða upp á, eins og t.d. Det var engang en Islandsk hest, den solgtes av en islandsk præst. Féll vitaskuld í góðan jarðveg. Það er fallegt á Íslandi, en það er líka fallegt í Danmörku og margt í náttúrunni þar sem er undursamlegt. Charlotte lýsir á myndrænan máta hvernig dóttir hennar lítil hleypur um garð í Danmörku og kallar á mömmu og á ekki orð til að lýsa því sem fyrir augu ber, nefnilega blómstrandi eplatré, mamma, það eru blóm á trénu! Yrkisefni Charlotte er algilt, allir þekkja sig í sögubrotunum. Hugleiðingar barnsins, og önugheit unglingsins, stressið í mömmunni og erfiðleikar við að koma skilaboðum til annarra foreldra á skikkanlegri íslensku. Tónlistinni er vafið inn í dagskrána á hugljúfan máta, tónskáldin ýmist fræg, óþekkt eða flytjendurnir sjálfir skrifaðir fyrir tónunum. Textarnir eru eftir marga fræga Dani, eins og til að mynda Tove Ditlevsen sem leggur út af besta tíma dagsins, og Charlotte tekur þar upp, eril og stress og þvottavélavesen og matarinnkaup sem trufla möguleikann á að vera einn með sjálfum sér. Hún hefur raddbeitingu sem minnir á dönsku revíustjörnurnar, og líður greinilega sjálfri undurvel á sviðinu, enda allan tímann í algeru sambandi við áhorfendur. Mörg laganna eru vel þekkt og textar Benny Andersen kunnir. Það eru textar eins og Barndomens land þar sem bláar flugur og barnatennur eru mikilvægar, fyrir svo utan að Svantes lykkelige dag um Nínu sem kemur úr sturtunni er alltaf jafn frábært og hér túlkar Charlotte það eins og hún sé fimmtugur latur karl á pallinum í sumarhúsinu að bíða eftir að fá kaffið sitt. Þemað er lífið, en einnig til hvers þetta líf er og þar finnur hún svar, eða kemur með góða tillögu, í texta Piet Hein, Du skal plante et træ, du skal göre en gærning. Það er líklega niðurstaðan í dagskránni, nefnilega að maður á að reyna að skilja eitthvað mikilvægt, eitthvað raunverulegt, eftir sig. Það þarf ekki að vera nein brjálæðisleg stærðfræðiformúla. Það er alveg óhætt að lofa hugljúfri kvöldstund með þeim Charlotte og Pálma fyrir utan að húmorinn vantaði ekki. Leikskráin er bréf frá Charlotte til áhorfenda og allir dönsku textarnir fylgja þar með, mjög smart! Niðurstaða: Hrífandi lífsóður með fyndnum hugleiðingum og sögubrotum, fléttuðum saman við hugljúfa tónlist.
Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Sjá meira