Viðskipti innlent

Lífeyrissjóður eignast golfvöll

Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga eignaðist Svarfhólsvöll við Ölfusá á uppboði hjá sýslumanninum á Selfossi á miðvikudag.

Greint er frá þessu í Sunnlenska fréttablaðinu. Þar segir að auk þess eignaðist sjóðurinn um 200 hektara lands í landi Laugardæla í Flóa og skika úr landi Uppsala. Eignin var slegin á 290 miljónir króna, en áhvílandi skuldir námu um 1,5 milljörðum króna.

Um er að ræða svæði í útjaðri Selfoss sem VBS fjárfestingabanki og Ferjuholt ehf., byggingaraðilar tengdir bankanum, hugðust skipuleggja á byggð fyrir um sex til sjö þúsund íbúa.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×