Gæti bylt krabbameinsmeðferðum 22. febrúar 2010 03:30 Bandarískir vísindamenn hafa þróað nýtt blóðpróf sem getur sagt til um hvort krabbameinsæxli hefur myndast á nýjan leik eða hvort lyfjameðferð hefur áhrif. Prófið er talið geta bylt rannsóknum á krabbameini og meðferðum við því. Sagt er frá prófinu í breska blaðinu Times. Með prófinu er læknum gert kleift að fylgjast náið með þróun hvers konar krabbameins í sjúklingum og miða meðferðina við það á hvaða stigi það er hverju sinni. Prófið, sem áætlað er að geti orðið aðgengilegt víðast hvar innan fimm ára, gæti hlíft sumum sjúklingum við óþarfri lyfja- eða geislameðferð, en að sama skapi tryggt að aðrir hljóti nauðsynlega aukaaðhlynningu ef fyrstu viðbrögð granda ekki meininu. Prófið ætti einnig að geta greint örsmá afgangsæxli sem ekki sjást á hefðbundnum sneiðmyndum. Þá væri með prófinu hægt að komast hjá miklum skurðaðgerðum, enda má með því komast að því hvort mein hefur dreift sér í eitla eða vefi sem virðast heilbrigðir og láta þá afskiptalausa ef svo er ekki. Í ferlinu er notast við erfðatækni til að greina DNA-auðkenni krabbameinsfrumna í blóði. Slík próf eru ekki glæný af nálinni þegar fylgjast þarf með blóðkrabbameini, til dæmis hvítblæði, en hafa hins vegar ekki staðið til boða fyrir þá sem þjást af æxlum í föstu formi. Nýja blóðprófið hefur hins vegar verið prófað á fjórum sjúklingum með ristilkrabbamein og tveimur með brjóstakrabbamein. Í örfáum millilítrum af blóði fundust leifar af erfðaefni æxlisins. Prófið kostar nú um 600 þúsund krónur, en búist er við því að sú tala lækki hratt eftir því sem tæknin sem þarf í framleiðsluna verður algengari og ódýrari. „Þetta er mjög mikilvægt starf sem þarna hefur verið unnið og mun hafa gríðarleg áhrif á þróun einstaklingsmiðaðrar krabbameinsmeðferðar,“ segir Mike Stratton, prófessor við Sanger-stofnunina, sem sérhæfir sig í rannsóknum á krabbameini og erfðum. Rannsóknin var kynnt á vísindaráðstefnu sem fór fram nýlega í San Diego í Bandaríkjunum og hefur vakið mikla athygli. stigur@frettabladid.is Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira
Bandarískir vísindamenn hafa þróað nýtt blóðpróf sem getur sagt til um hvort krabbameinsæxli hefur myndast á nýjan leik eða hvort lyfjameðferð hefur áhrif. Prófið er talið geta bylt rannsóknum á krabbameini og meðferðum við því. Sagt er frá prófinu í breska blaðinu Times. Með prófinu er læknum gert kleift að fylgjast náið með þróun hvers konar krabbameins í sjúklingum og miða meðferðina við það á hvaða stigi það er hverju sinni. Prófið, sem áætlað er að geti orðið aðgengilegt víðast hvar innan fimm ára, gæti hlíft sumum sjúklingum við óþarfri lyfja- eða geislameðferð, en að sama skapi tryggt að aðrir hljóti nauðsynlega aukaaðhlynningu ef fyrstu viðbrögð granda ekki meininu. Prófið ætti einnig að geta greint örsmá afgangsæxli sem ekki sjást á hefðbundnum sneiðmyndum. Þá væri með prófinu hægt að komast hjá miklum skurðaðgerðum, enda má með því komast að því hvort mein hefur dreift sér í eitla eða vefi sem virðast heilbrigðir og láta þá afskiptalausa ef svo er ekki. Í ferlinu er notast við erfðatækni til að greina DNA-auðkenni krabbameinsfrumna í blóði. Slík próf eru ekki glæný af nálinni þegar fylgjast þarf með blóðkrabbameini, til dæmis hvítblæði, en hafa hins vegar ekki staðið til boða fyrir þá sem þjást af æxlum í föstu formi. Nýja blóðprófið hefur hins vegar verið prófað á fjórum sjúklingum með ristilkrabbamein og tveimur með brjóstakrabbamein. Í örfáum millilítrum af blóði fundust leifar af erfðaefni æxlisins. Prófið kostar nú um 600 þúsund krónur, en búist er við því að sú tala lækki hratt eftir því sem tæknin sem þarf í framleiðsluna verður algengari og ódýrari. „Þetta er mjög mikilvægt starf sem þarna hefur verið unnið og mun hafa gríðarleg áhrif á þróun einstaklingsmiðaðrar krabbameinsmeðferðar,“ segir Mike Stratton, prófessor við Sanger-stofnunina, sem sérhæfir sig í rannsóknum á krabbameini og erfðum. Rannsóknin var kynnt á vísindaráðstefnu sem fór fram nýlega í San Diego í Bandaríkjunum og hefur vakið mikla athygli. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira