Hugleiðingar um stöðu OR Kristinn Gíslason skrifar 15. október 2010 00:01 Ég hef verið að hugleiða ýmislegt eftir að fréttist um yfirvofandi fjöldauppsagnir hjá fyrirtækinu. Þá kemur í ljós að einhverjir hafa ekki verið að segja satt um stöðu fyrirtækisins, spurning hvort það eru fyrrverandi stjórnarmenn eða núverandi stjórnarmenn. Allt í einu er staðan orðin þannig að grípa þarf til uppsagna til að leiðrétta stöðuna, en fyrir nokkrum mánuðum var staðan slík að fjármálastjórinn gat látið kaupa fyrir sig bíl upp á um sjö milljónir. Aftur á móti hafði verið tekin sú ákvörðun að ekki yrði sett fjármagn í endurnýjun á vinnubílum fyrirtækisins. Einnig gat fyrirtækið styrkt ýmis félagasamtök eins og t.d. Skákakademíuna um talsverða peninga. Þetta lýsir ekki stöðu fyrirtækis sem er í virkilegum skuldavanda. Einnig vekur það athygli mína eftir að vera búinn að skoða fundargerðir stjórnar frá því fljótlega eftir hrun að hvergi kemur fram í bókunum að hækka þurfi gjaldskrá fyrirtækisins. Einnig vekur það furðu að hvergi er bókað að stjórnarmenn hafi mótmælt arðgreiðslum til eigenda. Ég veit ekki betur en fyrrverandi borgarstjóri hafi boðað það fyrir síðustu kosningar að ekki væri þörf á gjaldskrárhækkun (þótt þorri starfsmanna hafi vitað að hækka þyrfti gjaldskrá), en eftir að nýr borgarstjóri tekur við og ný stjórn kemur að fyrirtækinu er þörf fyrir hækkun upp á 28% og grípa þarf til mikils niðurskurðar og uppsagna á starfsfólki. Spurningin er hvað veldur slíkum viðsnúningi á þessum skamma tíma. Mér finnst þetta lýsa því að einhverjir séu að segja ósatt og vil ég velta ábyrgðinni á stjórnarmenn. Annað mál: var ekki fyrirtækinu rænt innanfrá af eigendum svipað og bönkunum? Þegar hlutur OR í Landsvirkjun var seldur (allt of ódýrt) fyrir 30 milljarða þá fóru þeir aurar beint í borgarkassann. Við sameiningu fyrirtækja OR (hitaveitu, vatnsveitu og rafmagnsveitu) á sínum tíma komu misfróðir hagfræðingar og sögðu eiginfjárstöðu fyrirtækisins allt of mikla og gefið var út skuldabréf upp á 10 milljarða sem runnu beint í borgarsjóð. Síðan var borgin í vandræðum með fráveituna og hvað var gert? Jú, OR var látin kaupa hana fyrir um 22 milljarða. Þá kem ég að öðru máli: Þessum 13 milljörðum sem borgin hefur tekið til hliðar vegna hugsanlegra vandræða við fjármögnun OR ætti borgin í raun og veru að skila fyrirtækinu þar sem hún tók á sínum tíma út þetta fjármagn sem ég skýrði hér á undan. Núna við endurskipulagningu fyrirtækisins er verið að notast við þá menn sem voru í æðstu stöðum fyrirtækisins og tóku þátt í stjórn þess (hluti þessara manna fékk sérstaka kaupréttarsamninga þegar REI var stofnað og ætluðu að græða milljónir). Starfsmönnum finnst eitthvað bogið við þetta. Það er ekki verið að nýta sér krafta þeirra manna sem koma beint að rekstri og fá hjólin til að snúast. Að vísu er búið að halda röð funda með starfsmönnum og sagt er að nota eigi tillögur frá þeim við endurskipulagningu fyrirtækisins, en þetta er aðferðafræði sem gott er að nota þar sem hópur A veit ekkert hvað hópur B lét frá sér fara, þannig að stjórnendum er í lófa lagið að segja við starfsfólk þegar þeir fara að endurskipuleggja að þeir séu bara að framkvæma þær tillögur sem komu frá starfsmönnum. Þetta er klók stjórnun! Mér finnst að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórn og voru í fyrrverandi stjórn ættu að sjá sóma sinn í því að hverfa á braut, og biðjast afsökunar á því hvernig komið er fyrir starfsmönnum sem verða að kveðja og hafa ekkert að hverfa til nema atvinnuleysisbætur. Það eina sem ég veit varðandi uppsagnir er að þeir stjórnendur sem í dag ráða ríkjum hjá OR ætla að fara mjög mildum höndum um þá sem verða látnir fara, og aðstoða þá eins og hægt er varðandi atvinnuumsóknir og fleira. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef verið að hugleiða ýmislegt eftir að fréttist um yfirvofandi fjöldauppsagnir hjá fyrirtækinu. Þá kemur í ljós að einhverjir hafa ekki verið að segja satt um stöðu fyrirtækisins, spurning hvort það eru fyrrverandi stjórnarmenn eða núverandi stjórnarmenn. Allt í einu er staðan orðin þannig að grípa þarf til uppsagna til að leiðrétta stöðuna, en fyrir nokkrum mánuðum var staðan slík að fjármálastjórinn gat látið kaupa fyrir sig bíl upp á um sjö milljónir. Aftur á móti hafði verið tekin sú ákvörðun að ekki yrði sett fjármagn í endurnýjun á vinnubílum fyrirtækisins. Einnig gat fyrirtækið styrkt ýmis félagasamtök eins og t.d. Skákakademíuna um talsverða peninga. Þetta lýsir ekki stöðu fyrirtækis sem er í virkilegum skuldavanda. Einnig vekur það athygli mína eftir að vera búinn að skoða fundargerðir stjórnar frá því fljótlega eftir hrun að hvergi kemur fram í bókunum að hækka þurfi gjaldskrá fyrirtækisins. Einnig vekur það furðu að hvergi er bókað að stjórnarmenn hafi mótmælt arðgreiðslum til eigenda. Ég veit ekki betur en fyrrverandi borgarstjóri hafi boðað það fyrir síðustu kosningar að ekki væri þörf á gjaldskrárhækkun (þótt þorri starfsmanna hafi vitað að hækka þyrfti gjaldskrá), en eftir að nýr borgarstjóri tekur við og ný stjórn kemur að fyrirtækinu er þörf fyrir hækkun upp á 28% og grípa þarf til mikils niðurskurðar og uppsagna á starfsfólki. Spurningin er hvað veldur slíkum viðsnúningi á þessum skamma tíma. Mér finnst þetta lýsa því að einhverjir séu að segja ósatt og vil ég velta ábyrgðinni á stjórnarmenn. Annað mál: var ekki fyrirtækinu rænt innanfrá af eigendum svipað og bönkunum? Þegar hlutur OR í Landsvirkjun var seldur (allt of ódýrt) fyrir 30 milljarða þá fóru þeir aurar beint í borgarkassann. Við sameiningu fyrirtækja OR (hitaveitu, vatnsveitu og rafmagnsveitu) á sínum tíma komu misfróðir hagfræðingar og sögðu eiginfjárstöðu fyrirtækisins allt of mikla og gefið var út skuldabréf upp á 10 milljarða sem runnu beint í borgarsjóð. Síðan var borgin í vandræðum með fráveituna og hvað var gert? Jú, OR var látin kaupa hana fyrir um 22 milljarða. Þá kem ég að öðru máli: Þessum 13 milljörðum sem borgin hefur tekið til hliðar vegna hugsanlegra vandræða við fjármögnun OR ætti borgin í raun og veru að skila fyrirtækinu þar sem hún tók á sínum tíma út þetta fjármagn sem ég skýrði hér á undan. Núna við endurskipulagningu fyrirtækisins er verið að notast við þá menn sem voru í æðstu stöðum fyrirtækisins og tóku þátt í stjórn þess (hluti þessara manna fékk sérstaka kaupréttarsamninga þegar REI var stofnað og ætluðu að græða milljónir). Starfsmönnum finnst eitthvað bogið við þetta. Það er ekki verið að nýta sér krafta þeirra manna sem koma beint að rekstri og fá hjólin til að snúast. Að vísu er búið að halda röð funda með starfsmönnum og sagt er að nota eigi tillögur frá þeim við endurskipulagningu fyrirtækisins, en þetta er aðferðafræði sem gott er að nota þar sem hópur A veit ekkert hvað hópur B lét frá sér fara, þannig að stjórnendum er í lófa lagið að segja við starfsfólk þegar þeir fara að endurskipuleggja að þeir séu bara að framkvæma þær tillögur sem komu frá starfsmönnum. Þetta er klók stjórnun! Mér finnst að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórn og voru í fyrrverandi stjórn ættu að sjá sóma sinn í því að hverfa á braut, og biðjast afsökunar á því hvernig komið er fyrir starfsmönnum sem verða að kveðja og hafa ekkert að hverfa til nema atvinnuleysisbætur. Það eina sem ég veit varðandi uppsagnir er að þeir stjórnendur sem í dag ráða ríkjum hjá OR ætla að fara mjög mildum höndum um þá sem verða látnir fara, og aðstoða þá eins og hægt er varðandi atvinnuumsóknir og fleira.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar