Handbolti

Aron: Hjálpar ekkert að hafa spilað vel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vín skrifar
Aron Pálmarsson skoraði sex mörk í dag og öll í fyrri hálfleik.
Aron Pálmarsson skoraði sex mörk í dag og öll í fyrri hálfleik. Mynd/DIENER
Aron Pálmarsson átti frábæra innkomu í fyrri hálfleik gegn Frökkum í dag og skoraði sex af síðustu átta mörkum Íslands áður en flautað var til leikhlés.

Það dugði þó ekki til þar sem Ísland tapaði leiknum, 36-28, eftir afar slæman kafla í upphafi síðari hálfleiks.

„Það hjálpar nákvæmlega ekkert til," sagði Aron. „Frekar hefði ég viljað sitja á bekknum allan leikinn hefði það þýtt sigur. Það er bara liðsheildin sem gildir og hefði það engu skipt þótt ég hefði skorað sextán mörk í dag."

„Það er því engin sárabót og ég er mjög fúll eins og staðan er núna," sagði Aron.

Hann fékk ekki að byrja inn á í síðari hálfleik þó svo að hann hafi spilað mjög vel í lok þess fyrri.

„Ég var ekkert að spá sérstaklega í því. Þannig hefur Guðmundur gert þetta á þessu móti og ég ætla alls ekkert að setja út á það."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×