Erlent

Tölvuforstjóri neitar að hafa verið með kaststjörnu í farangrinum

Steve Jobs með kaststjörnu. Athugið að myndin er samsett.
Steve Jobs með kaststjörnu. Athugið að myndin er samsett.

Forstjóri Apple fyrirtækisins, Steve Jobs, hefur neitað því að hafa reynt að smygla svokallaðri kaststjörnu frá Japan.

Það var Bloomberg fréttastofan sem greindi frá því að Steve hefði verið í sumarfríi í Kyoto í Japan. Það var svo í lok júlí sem hann á að hafa verið stöðvaður af tollgæslunni þegar hann ætlaði um borð í einkaþotu sína.

Tímaritið SPA! greinir frá því að tollgæslan hafi fundið „shuriken" í farangri forstjórans, sem er japanska orðið yfir kaststjörnu - stundum kallaðar ninja-stjörnur.

New York Post greinir frá því að þeim hafi borist tölvupóstur frá þessum heimsfræga forstjóra þar sem hann neitar því að hafa verið tekinn með kaststjörnuna.

Takeshi Uno, sem er talsmaður Kansai flugvallarins í Japan, greindi frá því opinberlega að farþegi einkaþotu hafi verið stöðvaður sama dag og Jobs yfirgaf landið. Við leit í farangrinum hafi kaststjarna fundist.

Talsmaðurinn neitaði hinsvegar að greina frá nafni einstaklingsins sem var stöðvaður vegna málsins. Sá fékk þó að yfirgefa landið eftir að hann hafði losað sig við vopnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×