Handbolti

Alfreð og Aron unnu Meistaradeild Evrópu með Kiel

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Aron, lengst til vinstri, fagnar með liðsfélögum sínum.
Aron, lengst til vinstri, fagnar með liðsfélögum sínum. GettyImages

Kiel var rétt í þessu að tryggja sér sigur í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Alfreð Gíslason stýrir liðinu og var að vinna sinn fyrsta Meistaradeildartitil. Sömu sögu er að segja af Aroni Pálmarssyni.

Leikurinn var æsispennandi allan tímann en Aron spilaði ekki mikið í leiknum.

Kiel var undir lengi vel en komst yfir þegar um fimm mínútur voru eftir. Það var meðal annars tveimur mörkum yfir þegar tvær mínútur voru eftir.

Liðin skiptust á að skora og þegar ein mínúta var eftir setti Barcelona boltann í stöng en náði frákastinu. Þegar 45 sekúndur voru eftir skoraði liðið og Kiel fór í sókn og skoraði líka. Lokatölur 36-34.

Kiel varð Evrópumeistari árið 2007 en Alfreð hefur nú unnið alla þrjá stóru titlana með félaginu hann hefur orðið Þýskalandsmeistari, Bikarmeistar og nú Evrópumeistari. Sannarlega magnaður árangur hjá honum.




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×