Viðskipti innlent

Íslandsbanki býður fyrirtækjum höfuðstólslækkun

Birna segir þunga skuldastöðu íslenskra fyrirtækja í erlendri mynt eitt af því sem helst standi í vegi fyrir því að þau komist aftur af stað.
Birna segir þunga skuldastöðu íslenskra fyrirtækja í erlendri mynt eitt af því sem helst standi í vegi fyrir því að þau komist aftur af stað.
„Íslandsbanki mun í næstu viku hefja að bjóða fyrirtækjum sem eru með tekjur í íslenskum krónum og lán í erlendri mynt að sækja um höfuðstólslækkun þannig að höfuðstóll lánanna færist eins og hann var 29. september 2008. Um leið verður lánunum breytt í verðtryggð eða óverðtryggð lán í íslenskum krónum og við það getur höfuðstóll erlendra lána til fyrirtækja lækkað allt að 30%."

Þetta koma fram í máli Birnu Einarsdóttur, bankastjóri Íslandsbanka, sem var meðal frummælenda á aðalfundi Samtaka Avinnulífsins (SA) 2010. Þar vék Birna m.a. að skuldastöðu fyrirtækja en hún segir þunga skuldastöðu íslenskra fyrirtækja í erlendri mynt eitt af því sem helst standi í vegi fyrir því að þau komist aftur af stað.

Varðandi umræðu um eignarhald fyrirtækja sem lenda í eigu bankanna sagðist Birna vilja árétta að ef Íslandsbanki lendi í þeirri aðstöðu að þurfa að leysa til sín fyrirtæki vegna skulda sé það markmið bankans að koma þeim sem fyrst í hendur á áhugasömum fjárfestum og rekstraraðilum í gagnsæju og opnu söluferli.

Fjallað er um málið á vefsíðu SA en þar má lesa ræðu Birnu í heild. Birna segir orðið afar brýnt að koma íslensku atvinnulífi í gang fyrir alvöru. Í ræðu hennar kom fram að Íslandsbanki hefur frá hruninu 2008 lánað samtals 50 milljarða króna til ýmissa verkefna í atvinnulífinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×