Erlent

Fæðingum fækkar í Danmörku vegna efnahagsástandsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dúlla. Mynd/ AFP.
Dúlla. Mynd/ AFP.
Fæðingum hefur fækkað í Danmörku síðan að alheimsefnahagskreppan skall á. Danmarks Radio segir að efnahagssamdrátturinn virðist leggjast meira á þau pör sem þurfa hjálp lækna til að frjóvgunar en önnur pör.

Rannsókn sem lyfjafyrirtækið Ferring gerði í júlí og ágúst í fyrra sýnir að nærri því eitt af hverjum tíu ófrjóu pörum hafi ekki efni á tæknifrjóvgun. Um 777 pör tóku þátt í könnuninni.

Ólíkt því sem hefur gerst í Danmörku virðist fæðingum hafa fjölgað hér á Íslandi. Fæðingarmet var sett á Landspítalanum í fyrra og það stefnir í að það verði slegið í ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×