Matur

Laufléttir kjúklingaréttir

Tanya L. Williamsdóttir og Áslaug Ósk Hinriksdóttir eru meðal fjölmargra kvenna sem sendu okkur laufléttar kjúklingauppskriftir á Facebook-síðu Lífsins.

Tanya/kjúklingapasta

Sýður tagatelli pasta.

Tekur kjúklingalundir skerð þá í svona hæfilega bita og steikir á pönnu og kryddar þá bætir svo sveppum papriku og bara því grænmeti sem þú vilt með einnig lætur þú síðast salthnetur út á pönnuna og leyfir þeim aðeins að brúnast með.

Svo hellirðu grænu pestói yfir og hrærir þessu svo saman og blandar í skál með pastanu borið fram með hvítlauksbruði.



Áslaug/kjúklingréttur með Ritzkexi

‎2 sætar kartöflur

1 poki spínat

1 krukka Fetaostur

4 Kjúklingabringur

1 pakki Ritzkex

Mangó chutney

Kartöflurnar eru hreinsaðar, skornar í sneiðar og lagðar í eldfast mót.

Því næst er spinatinu dreift yfir og fetaosturinn fer svo yfir spínatið. Það er allt í lagi að smá af olíunni fari með. Þessu næst eru kjúklingabringurnar teknar og skornar í þrennt og þeim lokað á pönnu ásmat mango chutneyinu. Bringurnar eru svo lagðar í eldfast mót og Ritzkexið mulið yfir.

Eldfasta mótinu er svo stungið inn í ofn og þetta eldað í um það bil 30 mín.

Þettta er einstaklega fljótleg og þægileg uppskrift. Gott að bera fram með fersku salati.



Þúsund þakkir fyrir að deila með okkur uppskriftunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×