Erlent

Húsgögn Michaels Jackson á uppboð

Aðdáendur poppkóngsins Michaels Jackson sem lést í fyrra eiga brátt kost á því að bjóða í húsgögn sem stjarnan hafði látið sérsmíða fyrir sig rétt áður en hann lést. Um er að ræða 22 gripi sem allir áttu að fara til Bretlands en Jackson hafði í hyggju að flytjast á glæsilegt sveitasetur í Kent en þegar hann lést var hann að æfa fyrir stóra tónleikaröð í London.

Húsgögnin verða boðin upp í Las Vegas og vonast uppboðshaldarar til þess að fá um eina milljón dollara fyrir gripina. Þar á meðal má finna níu sæta útskorinn trésófa sem er húðaður 24 karata gulli og bólstraður í rauðu flaueli.

Fleiri munir verða á uppboðinu, þar á meðal rauður leðurjakki sem Jacko klæddist í Beat It myndbandinu. Búist er við því að jakkinn fari á 12 þúsund dollara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×