Erlent

Úrslitin réðust í lokaskákinni

Á blaðamannafundi þegar sigurinn var í höfn. fréttablaðið/Afp
Á blaðamannafundi þegar sigurinn var í höfn. fréttablaðið/Afp
Heimsmeistarinn Viswanathan Anand bar sigurorð af áskoranda sínum, Veselin Topalov, í 12. og síðustu skák heimsmeistaraeinvígisins sem fram fór í Sofíu í Búlgaríu. Anand vann þrjár skákir í einvíginu en Topalov tvær.

Anand hafði svart í lokaskákinni og bjuggust því flestir annaðhvort við sigri Topalovs eða jafntefli, en þá hefði einvígið farið í bráðabana.

Skákin fór rólega af stað. Teflt var drottningarbragð í fyrsta sinn í einvíginu og jafnaði Anand taflið auðveldlega. Hvorugur þeirra vildi þó sættast á skiptan hlut og upphófust flækjur í miðtaflinu þar sem Topalov hirti baneitrað peð og var harkalega refsað. - pal



Fleiri fréttir

Sjá meira


×