Ísland mun gegna lykilhlutverki á Norðurskautsleiðinni 4. mars 2010 08:09 Íslandsvinurinn og prófessorinn Robert H. Wade segir að Ísland muni gegna lykilhlutverki þegar Norðurskautsleiðin svokallaða opnast fyrir skipaumferð í náinni framtíð. Þetta kemur fram í lesendabréfi prófessorsins sem birt er í Financial Times í dag.Ein af afleiðingum þess að Norðurskautsleiðin opnast er að siglingarleiðin frá Kína til Evrópu mun styttast verulega en sem stendur senda Kínverjar flutningaskip sín annað hvort um Súez- skurðinn eða suður fyrir Afríku.Kínverjar eru nú, samkvæmt Wade, að skipuleggja byggingu risastórra flutningaskipa sem verða sérstyrkt til siglinga í ís til að nýta sér styttri siglingaleiðina. En það þýðir að umskipa þarf farmi þeirra áður en hann fer á markað í Evrópu. „Ein augljós staðsetning er Ísland sem situr á innganginum að, eða útganginum, á hafinu við Norðurskautið," segir Wade í bréfi sinu. „Landið hefur nokkra firði sem hægt er að nota fyrir slíkar hafnir."Wade segir að þetta geti skýrt óvenjulega vinalegt samband Kína við litla Ísland. Hann nefnir sem dæmi að kínverska sendiráðið á Íslandi sé það stærsta af öllum sendiráðum. Þegar forseti Íslands fór í opinbera heimsókn til Kína árið 2007 var tekið á móti honum eins og um þjóðhöfðingja stórveldis væri að ræða.Þá nefnir Wade einnig þá staðreynd að Kína studdi opinberlega við tilraunir Íslands til að fá fulltrúa í Öryggisráð SÞ og aðstoðaði við að ná stuðningi hjá litlum þjóðum í Kyrrahafi og Karabíska hafinu.Rússland hefur svo sinn eigin áhuga á Íslandi. Rússar hafa áhyggjur af því að ESB sé að reyna að ná áhrifum í málefnum Norðurskautsins og gæti notað Ísland sem leið til þess. Rússar líta á Íslendinga sem sameiginlega Norðurskautsþjóð sína og er annt um að Ísland haldi sig utan ESB.„Breskir og hollenskir samningamenn sem þjarma að Íslendingum ættu að hafa í huga vaxandi mikilvægi staðsetningar Íslands nú þegar heimskautsísinn er að bráðna," segir Wade að lokum. „Íslendingar eru langminnugir og sækja sér styrk í máltæki Kissingers „the tyranny of the tiny"." Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Íslandsvinurinn og prófessorinn Robert H. Wade segir að Ísland muni gegna lykilhlutverki þegar Norðurskautsleiðin svokallaða opnast fyrir skipaumferð í náinni framtíð. Þetta kemur fram í lesendabréfi prófessorsins sem birt er í Financial Times í dag.Ein af afleiðingum þess að Norðurskautsleiðin opnast er að siglingarleiðin frá Kína til Evrópu mun styttast verulega en sem stendur senda Kínverjar flutningaskip sín annað hvort um Súez- skurðinn eða suður fyrir Afríku.Kínverjar eru nú, samkvæmt Wade, að skipuleggja byggingu risastórra flutningaskipa sem verða sérstyrkt til siglinga í ís til að nýta sér styttri siglingaleiðina. En það þýðir að umskipa þarf farmi þeirra áður en hann fer á markað í Evrópu. „Ein augljós staðsetning er Ísland sem situr á innganginum að, eða útganginum, á hafinu við Norðurskautið," segir Wade í bréfi sinu. „Landið hefur nokkra firði sem hægt er að nota fyrir slíkar hafnir."Wade segir að þetta geti skýrt óvenjulega vinalegt samband Kína við litla Ísland. Hann nefnir sem dæmi að kínverska sendiráðið á Íslandi sé það stærsta af öllum sendiráðum. Þegar forseti Íslands fór í opinbera heimsókn til Kína árið 2007 var tekið á móti honum eins og um þjóðhöfðingja stórveldis væri að ræða.Þá nefnir Wade einnig þá staðreynd að Kína studdi opinberlega við tilraunir Íslands til að fá fulltrúa í Öryggisráð SÞ og aðstoðaði við að ná stuðningi hjá litlum þjóðum í Kyrrahafi og Karabíska hafinu.Rússland hefur svo sinn eigin áhuga á Íslandi. Rússar hafa áhyggjur af því að ESB sé að reyna að ná áhrifum í málefnum Norðurskautsins og gæti notað Ísland sem leið til þess. Rússar líta á Íslendinga sem sameiginlega Norðurskautsþjóð sína og er annt um að Ísland haldi sig utan ESB.„Breskir og hollenskir samningamenn sem þjarma að Íslendingum ættu að hafa í huga vaxandi mikilvægi staðsetningar Íslands nú þegar heimskautsísinn er að bráðna," segir Wade að lokum. „Íslendingar eru langminnugir og sækja sér styrk í máltæki Kissingers „the tyranny of the tiny"."
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira