Erlent

Júlía hefur ekki viðurkennt ósigur sinn

Júlía Tímósjenkó, forsætisráðherra Úkraínu.
Júlía Tímósjenkó, forsætisráðherra Úkraínu. Mynd/AP

Nú er ljóst að Viktor Janukovitsj, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Úkraínu, sigraði í síðari umferð forsetakosninganna sem fram fóru í landinu á sunnudag. Búið er að telja 99% atkvæða og hefur Janukovitsj rúmlega þriggja prósenta forskot á Júlíu Tímósjenkó, forsætisráðherra. Hún hefur ekki viðurkennt ósigur sinn og þess í stað sakað andstæðing sinn um kosningasvik. Búist er við að hún boði til blaðamannafundar síðar í dag.

Úrslitin eru mikill persónulegur sigur fyrir Janukovitsj sem var ýtt til hliðar eftir forsetakosningarnar fyrir sex árum og í kjölfar appelsínugulu byltingarinnar svokölluðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×