Erlent

Iron Maiden spilar á næstu Hróarskelduhátíð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bruce Dickinson er söngvari Iron Maiden. Mynd/ AFP.
Bruce Dickinson er söngvari Iron Maiden. Mynd/ AFP.
Breska rokksveitin Iron Maiden verður ein af aðalhljómsveitum á næstu Hróarskelduhátíð sem fram fer næsta sumar. Fram kemur á vef danska ríkisútvarpsins, Danmarks Radio, að þetta sé eina hljómsveitin sem hafi boðað komu sína á hátíðina.

Fjölmargir Íslendingar fara á ári hverju á Hróarskelduhátíðina og víst er að margir þeirra munu njóta þess að berja söngvara hljómsveitarinnar, Bruce Dickonson, augum. Hann er, sem kunnugt er, mikill Íslandsvinur og var hann nýlega ráðinn markaðsstjóri hjá flugfélaginu Astreus, sem er í eigu Pálma Haraldssonar.

Iron Maiden gaf nýlega gefið út sína fimmtándu breiðskífu, en hún ber titilinn The Final Frontier.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×