Lífið

Stórsveit Samma í stuði

Platan Helvítis fokking funk með Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar kemur út 17. júní.
Platan Helvítis fokking funk með Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar kemur út 17. júní.
Platan Helvítis fokking funk með Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar kemur út 17. júní.

Samúel eyddi fyrstu mánuðum ársins í Rio de Janeiro í Brasilíu þar sem hann samdi tónlist fyrir plötuna.

„Ég gerði þetta til að fá smá fjarlægð og tíma til að klára þetta. Ég var aðeins byrjaður á þessu áður," segir Samúel.

„Ég notaði ferðina til að einbeita mér betur að þessu og fá innblástur í nýju umhverfi. Það var alveg geðveikt."

Síðasta plata Stórsveitarinar, Fnykur, kom út fyrir þremur árum.

„Platan er tekin upp „live" eins og í gamla daga þannig að allir spila á sama tíma í stúdíóinu," segir hann.

Upptökum stjórnaði Kiddi í Hjálmum. Útgáfutónleikar vegna plötunnar verða haldnir á Nasa 17. júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.