Lífið

Óður til lauganna

Kolbrún Vaka útskrifaðist frá Goldsmiths með gráðu í ljósmyndun og borgarmenningu.
Kolbrún Vaka útskrifaðist frá Goldsmiths með gráðu í ljósmyndun og borgarmenningu.
Ljósmyndarinn Kolbrún Vaka Helgadóttir opnar í dag sýningu á Hótel Plaza í Aðalstræti 4 til 8.

Myndirnar á sýningunni eru hluti af meistaraverkefni Kolbrúnar þar sem hún fjallaði um sundlaugamenningu Íslendinga, en hún útskrifaðist nýverið frá Goldsmiths University í London með M.A. gráðu í ljósmyndun og borgarmenningu.

Ljósmyndirnar tók Kolbrún í náttúrulegum laugum síðastliðið sumar. „Ég var búin að vera lengi með þessa hugmynd í kollinum. Ég elska sjálf sundlaugar og þegar ég bjó í London áttaði ég mig á því hvað þær eru mikill fjársjóður fyrir okkur Íslendinga. Ég fór að velta því fyrir mér hvað það væri magnað ef maður kæmist í svona náttúrulegar laugar nálægt London."

Nafn sýningarinnar, Swim Zone (Out) - In the Thermal Pools of Iceland, vísar til þeirrar sterku upplifunar, þegar fólk losnar undan skarkala borgarlífsins og dýfir sér í náttúrulega laug.

Nám Kolbrúnar snerist að hluta til um félagsfræði borgarinnar. Hún horfði því á sundmenninguna með augum borgarbarnsins, sem byggir ósýnilegan vegg í kringum sig til að verjast áreiti. Í ljósmyndunum endurspeglast hvernig varnir þess falla þegar það fer úr fötunum, skynjar sjálft sig og náttúruna.

Opnun sýningarinnar verður í kvöld á milli klukkan 18 og 20 en hún mun standa í allt sumar. -hhs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.