Lífið

HM setur strik í Herminator-golfmótið

Hermann Hreiðarsson stendur fyrir Herminator-golfmótinu 26. júní.
Hermann Hreiðarsson stendur fyrir Herminator-golfmótinu 26. júní.
Herminator-golfmótið sem Hermann Hreiðarsson stendur fyrir í Eyjum verður hinn 26. júní en þar ætla landsfrægir Íslendingar að leika golf til styrktar góðu málefni. Illa gengur að fá heimsfrægar knattspyrnustjörnur til að koma til landsins enda HM í knattspyrnu á sama tíma. Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson, leikmenn Reading, hafa þó boðað komu sína enda eiga Íslendingar ekki lið í Suður-Afríku.

David James, landsliðsmarkvörður Englendinga, hafði gefið jákvætt svar um að koma enda ku hann vera ákaflega áhugasamur um Ísland. James og Hermann leika saman hjá Portsmouth en þessi fyrrum leikmaður Liverpool ætlaði að koma með einu skilyrði: að hann yrði ekki valinn í enska landsliðið. Markvörðurinn mun hins vegar standa á milli stanganna á HM og því bíður flott herbergi á Hilton-hótelinu og flugmiði til Íslands enn eftir réttum og frægum aðila.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.