Lífið

Þorgeir Ástvalds og Valtýr á úrslitaleikinn í NBA

Þorgeir heldur með Boston en Valtýr með Lakers.
Þorgeir heldur með Boston en Valtýr með Lakers.
Útvarpsmennirnir Þorgeir Ástvaldsson og Valtýr Björn Valtýsson eru á leiðinni á fimmta úrslitaleik Lakers og Boston í NBA-deildinni í körfubolta sem verður háður á sunnudag.

„Ég er að fara í hálfgerða pílagrímsför og upplifa stemningu sem er engri lík," segir Þorgeir Ástvaldsson, útvarpsmaður á Bylgjunni.

Körfuboltaáhugi hans á rætur sínar að rekja til Langholtsskóla þar sem ÍR-ingurinn Einar Ólafsson var leikfimikennarinn hans.

Þorgeir æfði undir hans stjórn hjá ÍR en hætti í körfuboltanum þegar hann hætti að stækka, að eigin sögn.

„Ég hef alltaf fylgst gríðarlega vel með þessu. Ég hef ekki verið með í lýsingum en ég hef verið viðloðandi íþróttadeildir þessara fjölmiðla sem ég hef unnið hjá," segir hann.

„Sonur minn var líka ungur að árum mjög mikill áhugamaður þegar NBA-bomban reið yfir með Jordan í fararbroddi. Hún hreif mig aftur með en ég hef ekki spilað síðan ég var barnungur."

Þorgeir er íhaldssamur maður en ákvað engu að síður að stökkva á tækifærið til að fara á leikinn þegar það gafst. „Maður verður að hleypa barninu í sér að. Það er gott að gleyma og setja sig inn í þennan heim. Þetta er mjög gott dóp og fær mann til að gleyma leiðindunum sem eru í gangi hérna heima."

Hann heldur með Boston í einvíginu, einfaldlega vegna þess að borgin er bæði mjög evrópsk og nær Íslandi á landakortinu. Upprunalega er hann þó Bulls-maður og því verður gaman fyrir hann að fylgjast með fyrrverandi þjálfara liðsins, Phil Jackson, á hliðarlínunni að stjórna Lakers-liðinu.

Valtýr Björn er aftur á móti Lakers-maður en það komi ekki að sök, þeir eigi ýmislegt annað sameiginlegt.

„Við erum báðir Framarar og Ítalíu-vinir sem höldum með AC Milan og ítalska landsliðinu," segir Valtýr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.