Erlent

Á fjórða hundrað manns hafa látist

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gríðarleg flóð hafa verið í Gansu héraðinu. Mynd/ afp.
Gríðarleg flóð hafa verið í Gansu héraðinu. Mynd/ afp.
Tala látinna í norðvesturhluta Kína er núna komin upp í 337 og enn er 1148 manns saknað, samkvæmt upplýsingum frá Xinhua fréttastöðinni sem BBC fréttastofan vísar í. Mikil aurflóð voru í Gansu héraðinu vegna gríðarlegrar rigningar á þessu svæði á laugardaginn. Vatn, grjót og aur flæddi yfir árbakka og lagði heimili fólks í rúst.


Tengdar fréttir

Um 2000 saknað eftir aurflóð

Að minnsta kosti 127 hafa farist og um 2000 eru týndir eftir mikil aurflóð í norðvesturhluta Kína. Um þrjú þúsund hermenn og um eitt hundrað björgunarmenn hafa verið sendir til aðstoðar við það björgunarfólk sem er þegar að störfum í Gansu héraðinu, eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC.

Verstu flóð í Kína í áratug

Gríðarleg aurflóð runnu yfir norðvesturhluta Kína í dag með þeim afleiðingum að á annað hundrað manns fórst og byggingar og bílar gereyðilögðust. Um þrettán hundruð manns er saknað og að minnsta kosti 45 þúsund hafa þegar yfirgefið heimili sín vegna flóðanna sem eru talin vera þau verstu í Kína í áratug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×