Erlent

Um 2000 saknað eftir aurflóð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mikil aurflóð hafa verið í Gansu héraðinu. Mynd/ afp.
Mikil aurflóð hafa verið í Gansu héraðinu. Mynd/ afp.
Að minnsta kosti 127 hafa farist og um 2000 eru týndir eftir mikil aurflóð í norðvesturhluta Kína. Um þrjú þúsund hermenn og um eitt hundrað björgunarmenn hafa verið sendir til aðstoðar við það björgunarfólk sem er þegar að störfum í Gansu héraðinu, eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC.

Að minnsta kosti 45 þúsund manns hafa þegar yfirgefið heimili sín vegna þessa. Yfirvöld á svæðinu segja að þykk leðja, sem er sumstaðar allt að eins metra þykk, hamli björgunarstarfi. Íbúar á svæðinu þar sem flóðin hafa verið verst eru að mestu Tíbetar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×