Erlent

Eftirlaunaaldur kvenna of lágur

Ítölsk stjórnvöld fara sér of hægt.
Ítölsk stjórnvöld fara sér of hægt. nordicphotos/AFP
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins krefst þess að ítölsk stjórnvöld hraði hækkun eftirlaunaaldurs kvenna.

Ítalska konur í starfi hjá hinu opinbera geta nú komist á eftirlaun við sextugsaldur, en karlar þurfa að bíða þangað til þeir verða 65 ára.

Þessi munur stangast á við reglur Evrópusambandsins.

Ítalir höfðu ætlað sér að hækka eftirlaunaaldur kvenna í nokkrum áföngum til ársins 2018, en að mati framkvæmdastjórnarinnar yrði sú breyting of hægfara. Ítalir verða að breyta þessu strax eða sæta dagsektum.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×