Algerlega ómögulegt 9. júní 2010 06:00 Stjórnmál eru list hins mögulega. Til að læra þá list verður stjórnmálamaður að kunna að gera greinarmun á því, sem honum er mögulegt - sem hann ræður við - og því, sem honum er ómögulegt - sem hann ræður ekki við. Séu stjórnmálamanni falin völd á hann að einbeita sér að því sem hann getur ráðið við en láta vera yfirlýsingar um það, sem hann ræður ekki við. Ástæðan fyrir þessum ábendingum er grein, sem Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra ritaði í Fréttablaðið í gær. Þar nefnir hann réttilega mikinn fjárhagsvanda ríkissjóðs, sem ekki stendur lengur undir viðfangsefnum, sem stofnað var til á uppgangsárunum. Meðal tillagna hans um lausn þess vanda er að frysta laun opinberra starfsmanna til næstu þriggja ára og lífeyrisgreiðslur sömu leiðis. Laun opinberra starfsmanna eru ákvörðuð með samningum. „Þjóðarsátt" um frystingu launa þeirra getur ekki orðið nema opinberir starfsmenn fallist á það í samningum við ríkisvaldið. Telur Árni Páll það vera líklegt? Ræður hann við það? Eða er honum mögulegt að ná því fram eftir öðrum leiðum t.d. með setningu laga á Alþingi? Ræður Árni Páll við það? Sama máli gegnir um tillögu hans um frystingu lífeyris landsmanna næstu þrjú árin. Ræður Árni Páll við það? Skrif af þessu tagi vekja annars vegar og að þarflausu andúð launafólks, sem ríkisvaldið þarf að eiga sem best samskipti við á næstu misserum. Hins vegar og einnig að þarflausu grafa þau undan trausti þeirra, sem hvað mest eiga undir því að traust sé til þeirra borið. Þesi grein ráðherrans var satt best að segja algerlega ómöguleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Sjá meira
Stjórnmál eru list hins mögulega. Til að læra þá list verður stjórnmálamaður að kunna að gera greinarmun á því, sem honum er mögulegt - sem hann ræður við - og því, sem honum er ómögulegt - sem hann ræður ekki við. Séu stjórnmálamanni falin völd á hann að einbeita sér að því sem hann getur ráðið við en láta vera yfirlýsingar um það, sem hann ræður ekki við. Ástæðan fyrir þessum ábendingum er grein, sem Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra ritaði í Fréttablaðið í gær. Þar nefnir hann réttilega mikinn fjárhagsvanda ríkissjóðs, sem ekki stendur lengur undir viðfangsefnum, sem stofnað var til á uppgangsárunum. Meðal tillagna hans um lausn þess vanda er að frysta laun opinberra starfsmanna til næstu þriggja ára og lífeyrisgreiðslur sömu leiðis. Laun opinberra starfsmanna eru ákvörðuð með samningum. „Þjóðarsátt" um frystingu launa þeirra getur ekki orðið nema opinberir starfsmenn fallist á það í samningum við ríkisvaldið. Telur Árni Páll það vera líklegt? Ræður hann við það? Eða er honum mögulegt að ná því fram eftir öðrum leiðum t.d. með setningu laga á Alþingi? Ræður Árni Páll við það? Sama máli gegnir um tillögu hans um frystingu lífeyris landsmanna næstu þrjú árin. Ræður Árni Páll við það? Skrif af þessu tagi vekja annars vegar og að þarflausu andúð launafólks, sem ríkisvaldið þarf að eiga sem best samskipti við á næstu misserum. Hins vegar og einnig að þarflausu grafa þau undan trausti þeirra, sem hvað mest eiga undir því að traust sé til þeirra borið. Þesi grein ráðherrans var satt best að segja algerlega ómöguleg.
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar