Erlent

Óttast vímuhughrif úr MP3-skrám

Fjölmiðlar beggja vegna Atlantsála greina nú frá því að ungmenni reyni nú að komast í vímu með hljóðskrám.
Fjölmiðlar beggja vegna Atlantsála greina nú frá því að ungmenni reyni nú að komast í vímu með hljóðskrám.
„Stafræn eiturlyf" sem sækja má á Netið ógna velferð ungmenna, að því er segir á fréttavef News9.com í Oklahoma í Bandaríkjunum.

Þar vestra hafa skólayfirvöld og samtök foreldra áhyggjur af því að ungdómurinn sækir mp3-hljóðskrár með upptökum sem eiga að geta valdið vímuhughrifum ef á þær er hlustað. Neyslan er kölluð I-Dosing. Vísað er til þess að á vefjum á borð við YouTube megi finna fjölda upptaka af ungu fólki að prófa sig áfram með þessa hluti.

Í umfjöllun tímaritsins Psychology Today segir hins vegar að ekki sé ástæða til að hafa af þessu miklar áhyggjur, I-Dosing sé útgáfa af löngu þekktri tækni. Árið 1839 hafi Heinrich Wilhelm Dove uppgötvað að framkalla mætti hughrif með því að láta fólk hlusta á tvo stöðuga tóna á mismunandi tíðni, hvorn með sínu eyra. Þá virðist fólki sem það hlusti á hraðgengan takt.

Tæknin mun hafa verið hent á lofti af ýmsum „gervivísindum" þótt hún hafi líka verið notuð af læknum til að fást við svefntruflanir, rannsaka heyrn og við kvíðaröskun.

Í umfjöllun Psychology Today segir að meira vafamál sé hvort upptökur þessar geti aukið framleiðslu dópamíns hjá þeim sem hlustar og litlar líkur séu á að setja þurfi hljóðskrár þessar í flokk með eiturlyfjum.- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×