Erlent

Óttast að 34 hafi látist í gassprengingu í Bandaríkjunum

Reykurinn sást vel eftir sprenginguna.
Reykurinn sást vel eftir sprenginguna.

Óttast er að 34 hafi látist í sprengingu sem varð í orkuverki í Conneticut í Bandaríkjunum nú síðdegis. Hundrað manns eru slasaðir og búið er að staðfesta tvö andlát vegna sprengingarinnar.

Fimmtíu manns voru inn í orkuverinu þegar gassprenging varð. Hundrað slökkviliðsmenn berjast nú við eldinn. Að sögn íbúa sem búa nálægt verksmiðjunni þá fannst sprengingin langar leiðir og brak þeyttist marga kílómetra frá orkuverinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×