Viðskipti innlent

Kópavogur rekinn með 4 milljarða tapi í fyrra

Hvað tap Kópavogs varðar skiptir þar mestu máli neikvæðir fjármagnsliðir upp á um 3,9 milljarða kr., bakfærðar tekjur vegna lóðaskila upp á um 900 milljónir kr. og gjaldfærsla lífeyrisskuldbindinga upp á um 415 milljónir kr.
Hvað tap Kópavogs varðar skiptir þar mestu máli neikvæðir fjármagnsliðir upp á um 3,9 milljarða kr., bakfærðar tekjur vegna lóðaskila upp á um 900 milljónir kr. og gjaldfærsla lífeyrisskuldbindinga upp á um 415 milljónir kr.
Rekstur Kópavogsbæjar, A og B hluta, skilaði tapi upp á 4 milljarða kr. í fyrra. Ársreikningurinn var til umræðu í bæjarstjórn í gærdag. Í tilkynningu segir að þrátt fyrir erfitt rekstrarár hefur tekist að halda uppi þjónustustiginu.

Í tilkynningunni segir að rekstrarafgangur af A-hluta var um 1,5 milljarðar kr. að undanskildum fjármagnskostnaði, afskriftum og gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga. Sé hins vegar A og B-hluti ársreikningsins skoðaður er niðurstaðan neikvæð upp á um 4 milljarða.

„Þeir erfiðleikar sem hafa verið á alþjóðlegum og innlendum fjármálamörkuðum setja mark sitt á fjárhag Kópavogsbæjar vegna ársins 2009. Þrátt fyrir erfitt rekstrarár, kostnaðarhækkanir og fleira, hefur þó með hagræðingu og útsjónarsemi tekist að halda uppi þjónustustigi í bænum. Íbúum Kópavogsbæjar fjölgaði um 357 frá fyrra ári eða um 1,2%. Þeir voru 30.314 þann 1. Desember 2009," segir í tilkynningunni.

Hvað tap Kópavogs varðar skiptir þar mestu máli neikvæðir fjármagnsliðir upp á um 3,9 milljarða kr., bakfærðar tekjur vegna lóðaskila upp á um 900 milljónir kr. og gjaldfærsla lífeyrisskuldbindinga upp á um 415 milljónir kr.

Vert er að geta þess að lóðaúthlutanir framan af ári gengu vel og námu tekjur vegna þeirra um 2,5 milljörðum króna. Þegar upp var staðið voru lóðaskilin hins vegar meiri.

Eigið fé bæjarfélagsins í árslok 2009 nam tæpum sex milljörðum kr. og var eiginfjárhlutfall bæjarins um 12%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×