Ósátt við svör um Varnarmálastofnun Valur Grettisson skrifar 11. desember 2010 16:37 Eygló Harðardóttir. Mikill ágreiningur er innan verkefnastjórnar sem vinnu að því að leggja niður Varnarmálastofnun. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins hitti af þessum sökum Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Ögmund Jónasson dómsmálaráðherra á fundi utanríkismálanefndar í dag þar sem farið var yfir stöðu mála. Fundurinn fór fram í trúnaði. Eygló sagði í samtali við fréttastofu að hún væri ósátt við svör ráðherra um niðurlagninu stofnunarinnar sem hún fékk á fundinum. Eygló segir störf fimmtíu starfsmanna í uppnámi vegna óvissuástandsins. Hún hefur því óskað eftir skriflegri greinargerð um framtíð stofnunarinnar. Spurð um hvað ágreiningurinn snýst svarar Eygló því til að það sem fram kom á fundinum hafi verið trúnaðarmál. Það sem hún viti hinsvegar, og hefur heimildir annarstaðar frá um, er að verkefnastjórnin deilir um það hvort færa eigi verkefni Varnarmálastofnunnar til Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar eða að láta Isavia, áður Flugstoðir, sjá um verkefnin. „Þetta staðfestir nefndarálit okkar um málið um að það sé ótímabært að leggja stofnunina niður," segir Eygló sem bætir við að þarna sé einnig um að ræða 50 starfsmenn sem þurfa að þola mikla óvissu. „Það er mikið óöryggi hjá starfsmönnum vegna þessa," segir Eygló. Þá bendir hún einnig á að það sé sérkennilegt að ríkisstjórnin skuli valda slíkri óvissu á svæði sem hefur farið illa út úr efnahagsástandinu og mikið atvinnuleysi ríkir á. Tengdar fréttir Varnarlaus gegn klúðri Niðurlagning Varnarmálastofnunar virðist ætla að verða hið mesta klúður. Stofnunin verður lögum samkvæmt lögð niður eftir þrjár vikur. Eins og fram kemur í fréttaskýringu hér í blaðinu í gær hefur enn ekki verið ákveðið hvaða stofnanir taka þá að sér verkefni hennar. 11. desember 2010 06:30 Segir Varnarmálastofnun lagða niður í verðlaunaskyni fyrir ESB Í skjölum Wikileaks, sem voru birt í Fréttablaðinu í dag, kemur fram að sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, Carol Van Woorst, fullyrðir að Ellisif Tinna Víðisdóttir, sem var forstjóri Varnamálastofnunnar, hafi sagt í samtali við sendiráðið, að hún teldi að stofnunin væri lögð niður til þess að verðlauna Vinstri græna vegna stuðnings við ESB umsóknina. 11. desember 2010 11:57 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Mikill ágreiningur er innan verkefnastjórnar sem vinnu að því að leggja niður Varnarmálastofnun. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins hitti af þessum sökum Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Ögmund Jónasson dómsmálaráðherra á fundi utanríkismálanefndar í dag þar sem farið var yfir stöðu mála. Fundurinn fór fram í trúnaði. Eygló sagði í samtali við fréttastofu að hún væri ósátt við svör ráðherra um niðurlagninu stofnunarinnar sem hún fékk á fundinum. Eygló segir störf fimmtíu starfsmanna í uppnámi vegna óvissuástandsins. Hún hefur því óskað eftir skriflegri greinargerð um framtíð stofnunarinnar. Spurð um hvað ágreiningurinn snýst svarar Eygló því til að það sem fram kom á fundinum hafi verið trúnaðarmál. Það sem hún viti hinsvegar, og hefur heimildir annarstaðar frá um, er að verkefnastjórnin deilir um það hvort færa eigi verkefni Varnarmálastofnunnar til Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar eða að láta Isavia, áður Flugstoðir, sjá um verkefnin. „Þetta staðfestir nefndarálit okkar um málið um að það sé ótímabært að leggja stofnunina niður," segir Eygló sem bætir við að þarna sé einnig um að ræða 50 starfsmenn sem þurfa að þola mikla óvissu. „Það er mikið óöryggi hjá starfsmönnum vegna þessa," segir Eygló. Þá bendir hún einnig á að það sé sérkennilegt að ríkisstjórnin skuli valda slíkri óvissu á svæði sem hefur farið illa út úr efnahagsástandinu og mikið atvinnuleysi ríkir á.
Tengdar fréttir Varnarlaus gegn klúðri Niðurlagning Varnarmálastofnunar virðist ætla að verða hið mesta klúður. Stofnunin verður lögum samkvæmt lögð niður eftir þrjár vikur. Eins og fram kemur í fréttaskýringu hér í blaðinu í gær hefur enn ekki verið ákveðið hvaða stofnanir taka þá að sér verkefni hennar. 11. desember 2010 06:30 Segir Varnarmálastofnun lagða niður í verðlaunaskyni fyrir ESB Í skjölum Wikileaks, sem voru birt í Fréttablaðinu í dag, kemur fram að sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, Carol Van Woorst, fullyrðir að Ellisif Tinna Víðisdóttir, sem var forstjóri Varnamálastofnunnar, hafi sagt í samtali við sendiráðið, að hún teldi að stofnunin væri lögð niður til þess að verðlauna Vinstri græna vegna stuðnings við ESB umsóknina. 11. desember 2010 11:57 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Varnarlaus gegn klúðri Niðurlagning Varnarmálastofnunar virðist ætla að verða hið mesta klúður. Stofnunin verður lögum samkvæmt lögð niður eftir þrjár vikur. Eins og fram kemur í fréttaskýringu hér í blaðinu í gær hefur enn ekki verið ákveðið hvaða stofnanir taka þá að sér verkefni hennar. 11. desember 2010 06:30
Segir Varnarmálastofnun lagða niður í verðlaunaskyni fyrir ESB Í skjölum Wikileaks, sem voru birt í Fréttablaðinu í dag, kemur fram að sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, Carol Van Woorst, fullyrðir að Ellisif Tinna Víðisdóttir, sem var forstjóri Varnamálastofnunnar, hafi sagt í samtali við sendiráðið, að hún teldi að stofnunin væri lögð niður til þess að verðlauna Vinstri græna vegna stuðnings við ESB umsóknina. 11. desember 2010 11:57