Erlent

Kínverjar ósáttir vegna jarðarfarar mannræningjans

Mynd/AP
Kínversk yfirvöld hafa komið á framfæri megnri óánægju með jarðarför mannræningjans sem tók ferðamenn í gíslingu á Fillipseyjum í síðustu viku, en jarðarförin fór fram í dag.

Átta kínverskir ferðamenn létu lífið þegar Rolando Mendoza, fyrrverandi lögreglumaður, réðst inn í rútu í höfuðborginni Manilla síðastliðinn þriðjudag og tók 24 í gíslingu í gær. Tveir eru enn alvarlega slasaðir. Mendoza krafðist þess að verða endurráðinn en hann var rekinn úr starfi fyrir tveimur árum. Mannrænginn fullyrti að hann hefði verið borinn röngum sökum.

Mendoza var að lokum skotinn til bana af lögreglumönnum sem réðust inn í rútuna. Hann var borinn til grafar í dag og voru lögreglumenn meðal þeirra viðstaddra. Þjóðfána Fillipseyja var auk þess komið fyrir á líkkistunni og fór það fyrir brjóstið á kínverskum stjórnvöldum sem komu á framfæri megnri ónægju með framtakið. Með því væri verið að senda þau skilaboð að Mendoza væri hetja en ekki morðingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×