Sex fjárfestingarboðorð fyrir lífeyrissjóði Hans Guttormur Þormar skrifar 16. desember 2010 05:30 Á Íslandi er skylduaðild að lífeyrissjóðum. Þegar stjórnarmenn í lífeyrissjóðum segjast standa vörð um hagsmuni sjóðfélaga sinna eru þeir í raun og veru að segja að þeir séu að gæta að hagsmunum íslensku þjóðarinnar. Ábyrgð, völd og fjárfestingarstefna Þær eignir sem íslenska þjóðin á í lífeyrissjóðunum eru af stærðargráðunni 1.500 til 2.000 milljarðar, allt eftir því hvernig eignir þeirra eru metnar. Þessu fjármagni fylgir bæði ábyrgð og völd. Þrátt fyrir að lífeyrissjóðakerfið hafi tapað miklu við fall bankanna hefur lítið farið fyrir því að forsvarsmenn stærstu lífeyrissjóðanna láti völdin í hendur annarra, hvað þá að þeir ætli sér að taka upp öðruvísi fjárfestingarstefnu. Þar sem ég er einn af eigendum þessara sjóða vil ég hafa eitthvað um það að segja í hverju er fjárfest og í hverju er ekki fjárfest. Það er nefnilega ekki nægjanlegt að hugsa þröngsýna skammtímahugsun um arðvænlegar fjárfestingar heldur þarf líka að hugsa fjárfestingar til framtíðar með hagsæld og eðlilega uppbyggingu íslensks samfélags í huga. Þjóðin er enda eigandi þessara lífeyrissjóða sem eru langáhrifamestu fjárfestingaraðilarnir á Íslandi. Völd okkar til að segja til um hvernig hagkerfið á að byggjast upp og hvernig upplýsingastreymi fyrirtækja á að vera liggja meðal annars í þessu fjármagni. Hér fyrir neðan eru nokkrar einfaldar leikreglur fyrir þá sem sjá um fjárfestingar fyrir lífeyrissjóði. Þeir sem halda því fram að ekki sé hægt að framfylgja þessum reglum vilja í raun og veru viðhalda því bóluhagkerfi, væntingagróða og sjálftökukapítalisma sem tröllriðið hefur heiminum síðustu áratugi. Þeir ganga þá erinda annarra fjárfesta en ekki íslensku þjóðarinnar. Því verður að linna. 1. Ef lífeyrissjóður fjárfestir í fyrirtæki ber honum að tilkynna það opinberlega. Lífeyrissjóðurinn er þá jafnframt búinn að gefa út það vottorð að þetta fyrirtæki sé í eðlilegum rekstri á sínu sviði og öll uppbygging þess, framtíðarmarkmið og skipulag sé eins gott og kostur er. Eftirlit með því að þessu sé fylgt eftir til framtíðar er á ábyrgð stjórnarmanna frá lífeyrissjóðunum. Með þessu ákvæði þrýstir fjármagnið á að rekstur fyrirtækja sé á faglegum grunni reistur og það sé eftirsóknarvert fyrir hvert fyrirtæki að fá þessa fjárfestingu inn í félagið. Jafnframt þrýstir það á stjórnarmenn lífeyrissjóðanna að standa faglega að öllum fjárfestingum. 2. Ekki er fjárfest í fyrirtækjum sem eru að einhverju leyti í eigu skúffufyrirtækja, óþekktra erlendra/innlendra aðila eða með öðrum hætti þannig að eignarhald sé ógegnsætt. Ekki er fjárfest í fyrirtækjum sem nota pappírsfyrirtæki um heim allan til að koma hagnaði undan skatti (t.d. þó varan berist beint frá A til Ö en greiðslan frá A gegnum allt stafrófið til Ö). Fjárfesting ofangreindra aðila í þessum fyrirtækjum í framtíðinni er einnig bönnuð. Með þessu tryggir fjármagn lífeyrissjóðanna það að enginn möguleiki sé á að tengdir hagsmunaaðilar geti bakstýrt eða mokað peningum út úr fyrirtækjunum í formi þjónustugjalda, fyrirgreiðslna eða annarra fjármagnsaðgerða. Fjárfestingar eru gerðar vegna þess að fyrirtækið er í eðlilegum rekstri og eðlilega fjármagnað. Þetta eru miklu strangari fjárfestingarkröfur til fyrirtækja en kauphallir hafa gert, en gæti í framtíðinni orðið til þess að kauphallir yrðu að gera þessar sömu kröfur. Sérstaklega ef samvinna næðist við lífeyrissjóði annarra landa um svipaðar reglur. 3. Ekki er fjárfest í fyrirtækjum sem framleiða efni eða áhöld sem skaðað geta náttúruna, þ.m.t. lífverur (eiturefni, stríðstól o.s.frv.). Með þessu tekur fjármagnið að sér að þrýsta á um aukna samfélagsábyrgð fyrirtækja. 4. Ekki er fjárfest í fyrirtækum á Íslandi sem koma sér undan skattgreiðslum með því að greiða afborganir lána til tengdra aðila/eigenda (t.d. móðurfélaga) erlendis. Með þessu er þrýst á að fyrirtæki greiði sína skatta og skyldur í því landi sem þau starfa. (Ath.: Þetta getur verið mjög erfitt að meta.) 5. Lífeyrissjóðir skulu á hverjum tíma nota ákveðna prósentu af sínu fjármagni til að fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum auk óskráðra félaga svo lengi sem þau uppfylla ofangreindar kröfur. Með þessu tryggir fjármagnið aukna fjölbreytni í hagkerfinu og fjölda nýrra starfa og framgang hugmynda og nýjunga. 6. Lífeyrissjóðir skulu aðstoða við fjármögnun og rekstur elli- og hjúkrunarheimila eftir því sem þörf er á. Með þessu tryggir fjármagnið, sem við eigum, Íslendingum öllum áhyggjulaust ævikvöld. Er það ekki málið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Á Íslandi er skylduaðild að lífeyrissjóðum. Þegar stjórnarmenn í lífeyrissjóðum segjast standa vörð um hagsmuni sjóðfélaga sinna eru þeir í raun og veru að segja að þeir séu að gæta að hagsmunum íslensku þjóðarinnar. Ábyrgð, völd og fjárfestingarstefna Þær eignir sem íslenska þjóðin á í lífeyrissjóðunum eru af stærðargráðunni 1.500 til 2.000 milljarðar, allt eftir því hvernig eignir þeirra eru metnar. Þessu fjármagni fylgir bæði ábyrgð og völd. Þrátt fyrir að lífeyrissjóðakerfið hafi tapað miklu við fall bankanna hefur lítið farið fyrir því að forsvarsmenn stærstu lífeyrissjóðanna láti völdin í hendur annarra, hvað þá að þeir ætli sér að taka upp öðruvísi fjárfestingarstefnu. Þar sem ég er einn af eigendum þessara sjóða vil ég hafa eitthvað um það að segja í hverju er fjárfest og í hverju er ekki fjárfest. Það er nefnilega ekki nægjanlegt að hugsa þröngsýna skammtímahugsun um arðvænlegar fjárfestingar heldur þarf líka að hugsa fjárfestingar til framtíðar með hagsæld og eðlilega uppbyggingu íslensks samfélags í huga. Þjóðin er enda eigandi þessara lífeyrissjóða sem eru langáhrifamestu fjárfestingaraðilarnir á Íslandi. Völd okkar til að segja til um hvernig hagkerfið á að byggjast upp og hvernig upplýsingastreymi fyrirtækja á að vera liggja meðal annars í þessu fjármagni. Hér fyrir neðan eru nokkrar einfaldar leikreglur fyrir þá sem sjá um fjárfestingar fyrir lífeyrissjóði. Þeir sem halda því fram að ekki sé hægt að framfylgja þessum reglum vilja í raun og veru viðhalda því bóluhagkerfi, væntingagróða og sjálftökukapítalisma sem tröllriðið hefur heiminum síðustu áratugi. Þeir ganga þá erinda annarra fjárfesta en ekki íslensku þjóðarinnar. Því verður að linna. 1. Ef lífeyrissjóður fjárfestir í fyrirtæki ber honum að tilkynna það opinberlega. Lífeyrissjóðurinn er þá jafnframt búinn að gefa út það vottorð að þetta fyrirtæki sé í eðlilegum rekstri á sínu sviði og öll uppbygging þess, framtíðarmarkmið og skipulag sé eins gott og kostur er. Eftirlit með því að þessu sé fylgt eftir til framtíðar er á ábyrgð stjórnarmanna frá lífeyrissjóðunum. Með þessu ákvæði þrýstir fjármagnið á að rekstur fyrirtækja sé á faglegum grunni reistur og það sé eftirsóknarvert fyrir hvert fyrirtæki að fá þessa fjárfestingu inn í félagið. Jafnframt þrýstir það á stjórnarmenn lífeyrissjóðanna að standa faglega að öllum fjárfestingum. 2. Ekki er fjárfest í fyrirtækjum sem eru að einhverju leyti í eigu skúffufyrirtækja, óþekktra erlendra/innlendra aðila eða með öðrum hætti þannig að eignarhald sé ógegnsætt. Ekki er fjárfest í fyrirtækjum sem nota pappírsfyrirtæki um heim allan til að koma hagnaði undan skatti (t.d. þó varan berist beint frá A til Ö en greiðslan frá A gegnum allt stafrófið til Ö). Fjárfesting ofangreindra aðila í þessum fyrirtækjum í framtíðinni er einnig bönnuð. Með þessu tryggir fjármagn lífeyrissjóðanna það að enginn möguleiki sé á að tengdir hagsmunaaðilar geti bakstýrt eða mokað peningum út úr fyrirtækjunum í formi þjónustugjalda, fyrirgreiðslna eða annarra fjármagnsaðgerða. Fjárfestingar eru gerðar vegna þess að fyrirtækið er í eðlilegum rekstri og eðlilega fjármagnað. Þetta eru miklu strangari fjárfestingarkröfur til fyrirtækja en kauphallir hafa gert, en gæti í framtíðinni orðið til þess að kauphallir yrðu að gera þessar sömu kröfur. Sérstaklega ef samvinna næðist við lífeyrissjóði annarra landa um svipaðar reglur. 3. Ekki er fjárfest í fyrirtækjum sem framleiða efni eða áhöld sem skaðað geta náttúruna, þ.m.t. lífverur (eiturefni, stríðstól o.s.frv.). Með þessu tekur fjármagnið að sér að þrýsta á um aukna samfélagsábyrgð fyrirtækja. 4. Ekki er fjárfest í fyrirtækum á Íslandi sem koma sér undan skattgreiðslum með því að greiða afborganir lána til tengdra aðila/eigenda (t.d. móðurfélaga) erlendis. Með þessu er þrýst á að fyrirtæki greiði sína skatta og skyldur í því landi sem þau starfa. (Ath.: Þetta getur verið mjög erfitt að meta.) 5. Lífeyrissjóðir skulu á hverjum tíma nota ákveðna prósentu af sínu fjármagni til að fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum auk óskráðra félaga svo lengi sem þau uppfylla ofangreindar kröfur. Með þessu tryggir fjármagnið aukna fjölbreytni í hagkerfinu og fjölda nýrra starfa og framgang hugmynda og nýjunga. 6. Lífeyrissjóðir skulu aðstoða við fjármögnun og rekstur elli- og hjúkrunarheimila eftir því sem þörf er á. Með þessu tryggir fjármagnið, sem við eigum, Íslendingum öllum áhyggjulaust ævikvöld. Er það ekki málið?
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun