Sex fjárfestingarboðorð fyrir lífeyrissjóði Hans Guttormur Þormar skrifar 16. desember 2010 05:30 Á Íslandi er skylduaðild að lífeyrissjóðum. Þegar stjórnarmenn í lífeyrissjóðum segjast standa vörð um hagsmuni sjóðfélaga sinna eru þeir í raun og veru að segja að þeir séu að gæta að hagsmunum íslensku þjóðarinnar. Ábyrgð, völd og fjárfestingarstefna Þær eignir sem íslenska þjóðin á í lífeyrissjóðunum eru af stærðargráðunni 1.500 til 2.000 milljarðar, allt eftir því hvernig eignir þeirra eru metnar. Þessu fjármagni fylgir bæði ábyrgð og völd. Þrátt fyrir að lífeyrissjóðakerfið hafi tapað miklu við fall bankanna hefur lítið farið fyrir því að forsvarsmenn stærstu lífeyrissjóðanna láti völdin í hendur annarra, hvað þá að þeir ætli sér að taka upp öðruvísi fjárfestingarstefnu. Þar sem ég er einn af eigendum þessara sjóða vil ég hafa eitthvað um það að segja í hverju er fjárfest og í hverju er ekki fjárfest. Það er nefnilega ekki nægjanlegt að hugsa þröngsýna skammtímahugsun um arðvænlegar fjárfestingar heldur þarf líka að hugsa fjárfestingar til framtíðar með hagsæld og eðlilega uppbyggingu íslensks samfélags í huga. Þjóðin er enda eigandi þessara lífeyrissjóða sem eru langáhrifamestu fjárfestingaraðilarnir á Íslandi. Völd okkar til að segja til um hvernig hagkerfið á að byggjast upp og hvernig upplýsingastreymi fyrirtækja á að vera liggja meðal annars í þessu fjármagni. Hér fyrir neðan eru nokkrar einfaldar leikreglur fyrir þá sem sjá um fjárfestingar fyrir lífeyrissjóði. Þeir sem halda því fram að ekki sé hægt að framfylgja þessum reglum vilja í raun og veru viðhalda því bóluhagkerfi, væntingagróða og sjálftökukapítalisma sem tröllriðið hefur heiminum síðustu áratugi. Þeir ganga þá erinda annarra fjárfesta en ekki íslensku þjóðarinnar. Því verður að linna. 1. Ef lífeyrissjóður fjárfestir í fyrirtæki ber honum að tilkynna það opinberlega. Lífeyrissjóðurinn er þá jafnframt búinn að gefa út það vottorð að þetta fyrirtæki sé í eðlilegum rekstri á sínu sviði og öll uppbygging þess, framtíðarmarkmið og skipulag sé eins gott og kostur er. Eftirlit með því að þessu sé fylgt eftir til framtíðar er á ábyrgð stjórnarmanna frá lífeyrissjóðunum. Með þessu ákvæði þrýstir fjármagnið á að rekstur fyrirtækja sé á faglegum grunni reistur og það sé eftirsóknarvert fyrir hvert fyrirtæki að fá þessa fjárfestingu inn í félagið. Jafnframt þrýstir það á stjórnarmenn lífeyrissjóðanna að standa faglega að öllum fjárfestingum. 2. Ekki er fjárfest í fyrirtækjum sem eru að einhverju leyti í eigu skúffufyrirtækja, óþekktra erlendra/innlendra aðila eða með öðrum hætti þannig að eignarhald sé ógegnsætt. Ekki er fjárfest í fyrirtækjum sem nota pappírsfyrirtæki um heim allan til að koma hagnaði undan skatti (t.d. þó varan berist beint frá A til Ö en greiðslan frá A gegnum allt stafrófið til Ö). Fjárfesting ofangreindra aðila í þessum fyrirtækjum í framtíðinni er einnig bönnuð. Með þessu tryggir fjármagn lífeyrissjóðanna það að enginn möguleiki sé á að tengdir hagsmunaaðilar geti bakstýrt eða mokað peningum út úr fyrirtækjunum í formi þjónustugjalda, fyrirgreiðslna eða annarra fjármagnsaðgerða. Fjárfestingar eru gerðar vegna þess að fyrirtækið er í eðlilegum rekstri og eðlilega fjármagnað. Þetta eru miklu strangari fjárfestingarkröfur til fyrirtækja en kauphallir hafa gert, en gæti í framtíðinni orðið til þess að kauphallir yrðu að gera þessar sömu kröfur. Sérstaklega ef samvinna næðist við lífeyrissjóði annarra landa um svipaðar reglur. 3. Ekki er fjárfest í fyrirtækjum sem framleiða efni eða áhöld sem skaðað geta náttúruna, þ.m.t. lífverur (eiturefni, stríðstól o.s.frv.). Með þessu tekur fjármagnið að sér að þrýsta á um aukna samfélagsábyrgð fyrirtækja. 4. Ekki er fjárfest í fyrirtækum á Íslandi sem koma sér undan skattgreiðslum með því að greiða afborganir lána til tengdra aðila/eigenda (t.d. móðurfélaga) erlendis. Með þessu er þrýst á að fyrirtæki greiði sína skatta og skyldur í því landi sem þau starfa. (Ath.: Þetta getur verið mjög erfitt að meta.) 5. Lífeyrissjóðir skulu á hverjum tíma nota ákveðna prósentu af sínu fjármagni til að fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum auk óskráðra félaga svo lengi sem þau uppfylla ofangreindar kröfur. Með þessu tryggir fjármagnið aukna fjölbreytni í hagkerfinu og fjölda nýrra starfa og framgang hugmynda og nýjunga. 6. Lífeyrissjóðir skulu aðstoða við fjármögnun og rekstur elli- og hjúkrunarheimila eftir því sem þörf er á. Með þessu tryggir fjármagnið, sem við eigum, Íslendingum öllum áhyggjulaust ævikvöld. Er það ekki málið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er skylduaðild að lífeyrissjóðum. Þegar stjórnarmenn í lífeyrissjóðum segjast standa vörð um hagsmuni sjóðfélaga sinna eru þeir í raun og veru að segja að þeir séu að gæta að hagsmunum íslensku þjóðarinnar. Ábyrgð, völd og fjárfestingarstefna Þær eignir sem íslenska þjóðin á í lífeyrissjóðunum eru af stærðargráðunni 1.500 til 2.000 milljarðar, allt eftir því hvernig eignir þeirra eru metnar. Þessu fjármagni fylgir bæði ábyrgð og völd. Þrátt fyrir að lífeyrissjóðakerfið hafi tapað miklu við fall bankanna hefur lítið farið fyrir því að forsvarsmenn stærstu lífeyrissjóðanna láti völdin í hendur annarra, hvað þá að þeir ætli sér að taka upp öðruvísi fjárfestingarstefnu. Þar sem ég er einn af eigendum þessara sjóða vil ég hafa eitthvað um það að segja í hverju er fjárfest og í hverju er ekki fjárfest. Það er nefnilega ekki nægjanlegt að hugsa þröngsýna skammtímahugsun um arðvænlegar fjárfestingar heldur þarf líka að hugsa fjárfestingar til framtíðar með hagsæld og eðlilega uppbyggingu íslensks samfélags í huga. Þjóðin er enda eigandi þessara lífeyrissjóða sem eru langáhrifamestu fjárfestingaraðilarnir á Íslandi. Völd okkar til að segja til um hvernig hagkerfið á að byggjast upp og hvernig upplýsingastreymi fyrirtækja á að vera liggja meðal annars í þessu fjármagni. Hér fyrir neðan eru nokkrar einfaldar leikreglur fyrir þá sem sjá um fjárfestingar fyrir lífeyrissjóði. Þeir sem halda því fram að ekki sé hægt að framfylgja þessum reglum vilja í raun og veru viðhalda því bóluhagkerfi, væntingagróða og sjálftökukapítalisma sem tröllriðið hefur heiminum síðustu áratugi. Þeir ganga þá erinda annarra fjárfesta en ekki íslensku þjóðarinnar. Því verður að linna. 1. Ef lífeyrissjóður fjárfestir í fyrirtæki ber honum að tilkynna það opinberlega. Lífeyrissjóðurinn er þá jafnframt búinn að gefa út það vottorð að þetta fyrirtæki sé í eðlilegum rekstri á sínu sviði og öll uppbygging þess, framtíðarmarkmið og skipulag sé eins gott og kostur er. Eftirlit með því að þessu sé fylgt eftir til framtíðar er á ábyrgð stjórnarmanna frá lífeyrissjóðunum. Með þessu ákvæði þrýstir fjármagnið á að rekstur fyrirtækja sé á faglegum grunni reistur og það sé eftirsóknarvert fyrir hvert fyrirtæki að fá þessa fjárfestingu inn í félagið. Jafnframt þrýstir það á stjórnarmenn lífeyrissjóðanna að standa faglega að öllum fjárfestingum. 2. Ekki er fjárfest í fyrirtækjum sem eru að einhverju leyti í eigu skúffufyrirtækja, óþekktra erlendra/innlendra aðila eða með öðrum hætti þannig að eignarhald sé ógegnsætt. Ekki er fjárfest í fyrirtækjum sem nota pappírsfyrirtæki um heim allan til að koma hagnaði undan skatti (t.d. þó varan berist beint frá A til Ö en greiðslan frá A gegnum allt stafrófið til Ö). Fjárfesting ofangreindra aðila í þessum fyrirtækjum í framtíðinni er einnig bönnuð. Með þessu tryggir fjármagn lífeyrissjóðanna það að enginn möguleiki sé á að tengdir hagsmunaaðilar geti bakstýrt eða mokað peningum út úr fyrirtækjunum í formi þjónustugjalda, fyrirgreiðslna eða annarra fjármagnsaðgerða. Fjárfestingar eru gerðar vegna þess að fyrirtækið er í eðlilegum rekstri og eðlilega fjármagnað. Þetta eru miklu strangari fjárfestingarkröfur til fyrirtækja en kauphallir hafa gert, en gæti í framtíðinni orðið til þess að kauphallir yrðu að gera þessar sömu kröfur. Sérstaklega ef samvinna næðist við lífeyrissjóði annarra landa um svipaðar reglur. 3. Ekki er fjárfest í fyrirtækjum sem framleiða efni eða áhöld sem skaðað geta náttúruna, þ.m.t. lífverur (eiturefni, stríðstól o.s.frv.). Með þessu tekur fjármagnið að sér að þrýsta á um aukna samfélagsábyrgð fyrirtækja. 4. Ekki er fjárfest í fyrirtækum á Íslandi sem koma sér undan skattgreiðslum með því að greiða afborganir lána til tengdra aðila/eigenda (t.d. móðurfélaga) erlendis. Með þessu er þrýst á að fyrirtæki greiði sína skatta og skyldur í því landi sem þau starfa. (Ath.: Þetta getur verið mjög erfitt að meta.) 5. Lífeyrissjóðir skulu á hverjum tíma nota ákveðna prósentu af sínu fjármagni til að fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum auk óskráðra félaga svo lengi sem þau uppfylla ofangreindar kröfur. Með þessu tryggir fjármagnið aukna fjölbreytni í hagkerfinu og fjölda nýrra starfa og framgang hugmynda og nýjunga. 6. Lífeyrissjóðir skulu aðstoða við fjármögnun og rekstur elli- og hjúkrunarheimila eftir því sem þörf er á. Með þessu tryggir fjármagnið, sem við eigum, Íslendingum öllum áhyggjulaust ævikvöld. Er það ekki málið?
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun