Skoðun

Framboð Eiríks Bergmanns til stjórnlagaþings

Landskjörstjórn hefur nú staðfest framboð mitt til stjórnlagaþings svo ekkert er að vanbúnaði við að kynna framboðið. Eftir hrun er brýnt að leggja nýjan sáttagrunn undir íslenskt samfélag og endurskoða hina danskættuðu stjórnarskrá.

Rétt er að ganga til stjórnlagaþings með opnum hug en eftirfarandi myndi ég vilja taka til umræðu:



  • Í fyrsta lagi að kjósa forsætisráðherra beinni kosningu
  • Í öðru lagi að brjóta upp stjórnmálakerfið með því að opna fyrir persónukjör í þingkosningum.
  • Í þriðja lagi að beita þjóðaratkvæðagreiðslum í auknu mæli.
  • Í fjórða lagi að afnema kjördæmaskiptinguna.
  • Í fimmta lagi að útbúa alhliða réttindaskrá fyrir borgarana til viðbótar við hefðbundin mannréttindaákvæði, svo sem um sanngjarna meðferð mála hjá hinu opinbera.
  • Þá mætti hugsanlega lækka kosningaaldurinn í sextán ár.



Um frambjóðandann:

Eiríkur Bergmann Einarsson er doktor í stjórnmálafræði, dósent og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst. Höfundur fjölda bóka og greina um þjóðfélagsmál, einkum um tengsl Íslands við umheiminn. Hefur um árabil ritað reglulega dálka í dagblöð, til að mynda í Helgarpóstinn, Blaðið/24 stundir, Fréttablaðið, Pressuna, DV og breska dagblaðið The Guardian. Eiríkur hefur kennt og tekið þátt í margvíslegu rannsóknastarfi við fjölda háskóla, bæði á Íslandi og víða um Evrópu. Tók á fyrri tíð þátt í margsvíslegu stjórnmálastarfi hérlendis og erlendis en er nú óflokksbundinn. Í sambúð og fjögurra barna faðir.

Nánari upplýsingar má finna á:

http://www.eirikur.bifrost.is

http://www.facebook.com/eirikurbergmann






Skoðun

Sjá meira


×