Handbolti

Óbreyttur hópur hjá Íslandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vín skrifar
Ólafur Guðmundsson er áfram í hópnum í dag. Hér tekur hann á Nicola Karabatic á hraðmótinu í París á dögunum.
Ólafur Guðmundsson er áfram í hópnum í dag. Hér tekur hann á Nicola Karabatic á hraðmótinu í París á dögunum. Mynd/AFP

Guðmundur Guðmundsson gerði engar breytingar á leikmannahópi íslenska liðsins fyrir milliriðlakeppnina sem hefst í Vínarborg í dag.

Ísland mætir Króatíu í fyrsta leik riðilsins í dag klukkan 15.00. Leikið verður í Stadthalle í Vínarborg en höllin tekur ellefu þúsund manns í sæti.

Öllum liðum er heimilt að skipta út tveimur leikmönnum eftir riðlakeppnina en Guðmundur hefur ákveðið að halda sínum leikmannahópi óbreyttum.

Í fyrstu tveimur leikjunum voru aðeins fimmtán leikmenn á skýrslu hjá Íslandi en Ólafur Guðmundsson var settur inn í hópinn fyrir leikinn gegn Dönum.



Leikmannahópur Íslands:

Markverðir:

Björgvin Páll Gústavsson

Hreiðar Guðmundsson

Aðrir leikmenn:

Alexander Petersson

Arnór Atlason

Aron Pálmarsson

Ásgeir Örn Hallgrímsson

Guðjón Valur Sigurðsson

Ingimundur Ingimundarson

Logi Geirsson

Ólafur Guðmundsson

Ólafur Stefánsson

Róbert Gunnarsson

Snorri Steinn Guðjónsson

Sturla Ásgeirsson

Sverre Jakobsson

Vignir Svavarsson






Fleiri fréttir

Sjá meira


×