Erlent

Dularfullur gasleki

Óli Tynes skrifar
GAS...GAS....GAS
GAS...GAS....GAS

Tveir slökkviliðsbílar með fimmtán slökkviliðsmönnum voru snarlega sendir á vettvang þegar mikinn gasfnyk lagði yfir bæinn Axedale í Ástralíu.

Slökkviliðsbílarnir fóru þangað sem fnykurinn var sterkastur og hófu að leita að gaslekanum.

Hundrað og tuttugu kílóa gylta sem var gæludýr fjölskyldu í hverfinu varð svo æst við að sjá tilstandið hjá slökkviliðinu að hún rýtti og fretaði hástöfum.

Slökkviliðsmennirnir áttuðu sig fljótlega á því að þeir höfðu fundið upptök gaslekans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×