Innlent

Fimm líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fimm líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar í nótt.
Fimm líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar í nótt.
Fimm líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt, en engin meiddist illa í þeim. Fjölmargir voru að skemmta sér í nótt og því var í nógu að snúast hjá lögreglunni, meðal annars vegna kvartana um hávaða í heimahúsum. Þá voru fjórir kærðir fyrir ölvunarakstur.

Þá var slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu kallað að Stórholti í Reykjavík í morgun. Þar hafði pottur gleymst á eldavél og reykskynjari farið í gang. Minniháttar skemmdir urðu á húsnæðinu vegna reyks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×