Viðskipti innlent

Eignir ýmissa lánafyrirtækja lækkuðu um 33 milljarða

Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu 1,165 milljarða kr. í lok mars og lækkuðu um 33,1 milljarða kr. sem stafar að mestu leyti af því að lánafyrirtækjum fækkaði.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans en þar segir að hagtölur ýmissa lánafyrirtækja endurspegla einungis starfandi lánafyrirtæki. Eigið fé lækkaði um 3,9 milljarða kr. í mars og var 62,7 milljarða kr. í lok mánaðar.

Til ýmissa lánafyrirtækja teljast Íbúðalánasjóður, fjárfestingarbankar, eignarleigur, greiðslukortafyrirtæki og fjárfestingarlánasjóðir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×