Sextán ára í trompetnám til Bandaríkjanna í haust 4. júní 2010 07:00 Hinn stórefnilegi Baldvin er á leiðinni í trompetnám til Michigan í Bandaríkjunum í haust. fréttablaðið/valli „Við treystum honum til að gera þetta. Það þarf mikið til að afvegaleiða hann en við munum auðvitað sakna hans,“ segir Oddur Björnsson, faðir Baldvins Oddsonar sem er á leið í trompetnám í haust til Michigan í Bandaríkjunum, aðeins sextán ára. Baldvin er einn efnilegasti trompetleikari landsins. Hann var einleikari á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands þegar hann var einungis þrettán ára og lauk á dögunum fyrri hluta framhaldsprófs frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar með hæstu einkunn, 9,70. Honum hefur verið boðin þátttaka í meistaranámskeiði við Center For Advandced Musical Studies í New Hampshire í Bandaríkjunum og mun dvelja þar í tvær vikur í júní. Aðeins örfáir á hans aldri fá að taka þátt í námskeiðinu. Baldvin hlakkar mikið til að geta einbeitt sér að trompetleiknum í Interlochen Arts Academy í Michigan, sem er nokkurs konar listmenntaskóli. „Þetta verður allt annað að geta vaknað átta á morgnana og byrjað að spila,“ segir Baldvin, sem lauk nýlega tíunda bekk úr Hagaskóla. Spilamennskan stendur yfir frá hálfníu til tvö á daginn og eftir það taka við kjarnafög á borð við ensku og stærðfræði. Námið stendur yfir í tvo vetur og kostar það fjórtán milljónir króna. Þar með er ekki öll sagan sögð því faðir hans hefur unnið hörðum höndum að því að fá sem mest af skólagjöldunum felld niður og vantar aðeins eina og hálfa til tvær milljónir í viðbót til þess að endar nái saman. Gangi námið vel í Michigan vonast Baldvin til að komast að í góðum tónlistarháskóla í Bandaríkjunum þar sem hann getur einbeitt sér enn frekar að trompetleiknum. „Nemendur í þessum skóla landa yfirleitt góðum skólum í framhaldinu. Við bindum vonir við að hann fái góða þjálfun í þessum skóla,“ segir faðir hans Oddur, sem er fyrsti básúnuleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Baldvin er fjórði ættliðurinn í fjölskyldunni sem spilar á blásturshljóðfæri því bæði afi hans og langafi spiluðu á básúnu og var afi hans einn af stofnendum Sinfóníuhljómsveitarinnar. Að auki er systir hans Hildur, sem er sautján ára, efnilegur fiðluleikari. En hvers vegna valdi hann trompetið? „Þegar ég heyrði í Philip Smith ákvað ég að verða trompetleikari. Hann er í Fílharmoníusveitinni í New York,“ segir Baldvin einbeittur á svip. Fimm ára hóf hann nám hjá trompetkennaranum Guðmundi Hafsteinssyni og hefur ekki sleppt hendinni af hljóðfærinu síðan. Baldvin heldur útskriftartónleika sína frá Tónskóla Sigursveins í Seltjarnarneskirkju næstkomandi miðvikudag klukkan 17. freyr@frettabladid.is Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
„Við treystum honum til að gera þetta. Það þarf mikið til að afvegaleiða hann en við munum auðvitað sakna hans,“ segir Oddur Björnsson, faðir Baldvins Oddsonar sem er á leið í trompetnám í haust til Michigan í Bandaríkjunum, aðeins sextán ára. Baldvin er einn efnilegasti trompetleikari landsins. Hann var einleikari á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands þegar hann var einungis þrettán ára og lauk á dögunum fyrri hluta framhaldsprófs frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar með hæstu einkunn, 9,70. Honum hefur verið boðin þátttaka í meistaranámskeiði við Center For Advandced Musical Studies í New Hampshire í Bandaríkjunum og mun dvelja þar í tvær vikur í júní. Aðeins örfáir á hans aldri fá að taka þátt í námskeiðinu. Baldvin hlakkar mikið til að geta einbeitt sér að trompetleiknum í Interlochen Arts Academy í Michigan, sem er nokkurs konar listmenntaskóli. „Þetta verður allt annað að geta vaknað átta á morgnana og byrjað að spila,“ segir Baldvin, sem lauk nýlega tíunda bekk úr Hagaskóla. Spilamennskan stendur yfir frá hálfníu til tvö á daginn og eftir það taka við kjarnafög á borð við ensku og stærðfræði. Námið stendur yfir í tvo vetur og kostar það fjórtán milljónir króna. Þar með er ekki öll sagan sögð því faðir hans hefur unnið hörðum höndum að því að fá sem mest af skólagjöldunum felld niður og vantar aðeins eina og hálfa til tvær milljónir í viðbót til þess að endar nái saman. Gangi námið vel í Michigan vonast Baldvin til að komast að í góðum tónlistarháskóla í Bandaríkjunum þar sem hann getur einbeitt sér enn frekar að trompetleiknum. „Nemendur í þessum skóla landa yfirleitt góðum skólum í framhaldinu. Við bindum vonir við að hann fái góða þjálfun í þessum skóla,“ segir faðir hans Oddur, sem er fyrsti básúnuleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Baldvin er fjórði ættliðurinn í fjölskyldunni sem spilar á blásturshljóðfæri því bæði afi hans og langafi spiluðu á básúnu og var afi hans einn af stofnendum Sinfóníuhljómsveitarinnar. Að auki er systir hans Hildur, sem er sautján ára, efnilegur fiðluleikari. En hvers vegna valdi hann trompetið? „Þegar ég heyrði í Philip Smith ákvað ég að verða trompetleikari. Hann er í Fílharmoníusveitinni í New York,“ segir Baldvin einbeittur á svip. Fimm ára hóf hann nám hjá trompetkennaranum Guðmundi Hafsteinssyni og hefur ekki sleppt hendinni af hljóðfærinu síðan. Baldvin heldur útskriftartónleika sína frá Tónskóla Sigursveins í Seltjarnarneskirkju næstkomandi miðvikudag klukkan 17. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira