Garðurinn gerir garðinn frægan 2. september 2010 00:01 Gerður Kristný hlaut í gær Barna- og unglingabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins fyrir skáldsöguna Garðinn. Gerður gleðst yfir athyglinni sem barna- og unglingabækur fá og ætlar að skrifa framhald að Garðinum. „Þetta er auðvitað jákvætt, vekur athygli á Garðinum, sem og öðrum skrifum fyrir börn og barnamenningu almennt,“ segir Gerður Kristný um verðlaun Vestnorræna ráðsins. Ólína Þorvarðardóttir formaður ráðsins, og Dagný Kristjánsdóttir prófessor afhentu Gerði verðlaunin, sem nema um 1,2 milljónum íslenskra króna, við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu í gær. Þetta er í fimmta skipti sem verðlaunin eru veitt en þeim er úthlutað annað hvert ár. Dómnefnd barnabókaverðlaunanna skipaði Oddfríður Marni Rasmussen frá Færeyjum, Vera Lise Rosing Olsen frá Grænlandi og Dagný Kristjánsdóttir frá Íslandi. Auk Garðsins voru barnabækurnar Várferðin til Brúnna eftir Rakel Helmsdal frá Færeyjum og Sila eftir Lana Hansen frá Grænlandi tilnefndar. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars að Garðurinn sé „unglingabók, samtímasaga og fortíðarsaga, skrifuð af fagmennsku og sjaldgæfum glæsibrag,“ þar sem Íslandssagan leiki stórt hlutverk. Bókin sló í gegn þegar hún kom út fyrir jólin 2008 og stendur til að gera kvikmynd eftir henni. Aðspurð hvort hún hyggist skrifa framhald segir Gerður svo vera. „Það væri asnalegt að gera það ekki,“ segir hún. „Söguhetjan Eyja þurfti hins vegar að þola svo margt í Garðinum að ég þori ekki að leggja meiri byrðar á unglingsherðar hennar. Ég var því að pæla í að herja á einhverja aðra úr vinkvennahópi hennar. Ég er búinn að plotta þá sögu frá A til Ö og þarf bara að komast í að skrifa hana,“ segir Gerður sem telur að framhaldið gæti komið út fyrir þarnæstu jól. bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Sjá meira
Gerður Kristný hlaut í gær Barna- og unglingabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins fyrir skáldsöguna Garðinn. Gerður gleðst yfir athyglinni sem barna- og unglingabækur fá og ætlar að skrifa framhald að Garðinum. „Þetta er auðvitað jákvætt, vekur athygli á Garðinum, sem og öðrum skrifum fyrir börn og barnamenningu almennt,“ segir Gerður Kristný um verðlaun Vestnorræna ráðsins. Ólína Þorvarðardóttir formaður ráðsins, og Dagný Kristjánsdóttir prófessor afhentu Gerði verðlaunin, sem nema um 1,2 milljónum íslenskra króna, við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu í gær. Þetta er í fimmta skipti sem verðlaunin eru veitt en þeim er úthlutað annað hvert ár. Dómnefnd barnabókaverðlaunanna skipaði Oddfríður Marni Rasmussen frá Færeyjum, Vera Lise Rosing Olsen frá Grænlandi og Dagný Kristjánsdóttir frá Íslandi. Auk Garðsins voru barnabækurnar Várferðin til Brúnna eftir Rakel Helmsdal frá Færeyjum og Sila eftir Lana Hansen frá Grænlandi tilnefndar. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars að Garðurinn sé „unglingabók, samtímasaga og fortíðarsaga, skrifuð af fagmennsku og sjaldgæfum glæsibrag,“ þar sem Íslandssagan leiki stórt hlutverk. Bókin sló í gegn þegar hún kom út fyrir jólin 2008 og stendur til að gera kvikmynd eftir henni. Aðspurð hvort hún hyggist skrifa framhald segir Gerður svo vera. „Það væri asnalegt að gera það ekki,“ segir hún. „Söguhetjan Eyja þurfti hins vegar að þola svo margt í Garðinum að ég þori ekki að leggja meiri byrðar á unglingsherðar hennar. Ég var því að pæla í að herja á einhverja aðra úr vinkvennahópi hennar. Ég er búinn að plotta þá sögu frá A til Ö og þarf bara að komast í að skrifa hana,“ segir Gerður sem telur að framhaldið gæti komið út fyrir þarnæstu jól. bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Sjá meira