Erlent

Lögregla lagði hald á 500 þúsund tonn af fölsuðum vörum

Ítalska lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn af fölsuðum varningi í átta vöruhúsum fyrir utan Róm. Varningurinn er af alls kyns toga, úr, fatnaður og handtöskur og allt eftirlíkingar af frægustu tískumerkjum Ítalíu.

Allt í allt segir lögregla að um sé að ræða 500 þúsund tonn af varningi en falsaður tískuvarningur er gríðarlega eftirsóttur víða um evrópu. Líklegast þykir að vörurnar hafi verið framleiddar í Asíu og að sögn lögreglunnar eru eftirlíkingarnar ótrúlega vel gerðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×