Kveikja í 22 flekum við Sæbraut 21. ágúst 2010 08:00 Listamennirnir Óskar Ericsson og Alisha Piercy munu kveikja í tuttuguogtvemur flekum sem svo verða settir á flot við Sæbraut. Gjörningurinn mun eiga sér stað á Menningarnótt. fréttablaðið/anton Listamennirnir Alisha Piercy og Óskar Ericsson munu kveikja í 22 flekum við Sæbrautina á Menninganótt. Þetta er þriðja verkið sem Óskar gerir í tilefni Menninganætur og voru hin listaverkin Þvottakórinn og loftlistaverkið Sóun. Innblásturinn að verkinu er fenginn úr bók eftir Piercy þar sem aðalpersónan er týnd á sjó og býr til brennandi fleka úr braki til þess að vísa björgunarsveitum rétta leið. Piercy og Óskar kynntust fyrr í vetur þegar hann hélt einkasýningu í Montreal í Kanada og ákváðu í kjölfarið að vinna saman að verki. Alisha er búin að dvelja hér á landi í þrjá daga og segir einstaklega gaman að vinna með Óskari. „Hann er alls óhræddur að takast á við stór verkefni og þetta verk er einmitt eitt slíkt. Það sem mér finnst einstakt við þetta verkefni er að það fer mikill tími í undirbúning en svo að gjörningnum loknum er ekkert eftir af verkinu sjálfu,“ segir Piercy. Flekarnir eru búnir til úr gömlum brettum og yfir þrjúhundruð plastflöskum sem listamennirnir fengu lánaðar frá Sorpu. Verkið er einnig unnið í samvinnu við Slökkvilið Reykjavíkur og segir Óskar að verkið sé í raun æskudraumur að rætast. „Ég held það sé draumur hvers barns að fá að byggja fleka og kveikja bál þannig við Alisha höfum skemmt okkur vel við þetta,“ segir Óskar og bætir við að hægt sé að túlka verkið á ýmsa vegu. „Þetta er mikil athöfn en við látum áhorfendur um að fylla í eyðurnar. Mér finnst þetta mjög dáleiðandi og öflugt auk þess sem þetta vinnur með þolinmæði áhorfenda.“ Gjörningurinn hefst með upplestri úr bók Piercy í Útúrdúr klukkan 22.00 og þaðan er haldið niður að höfn þar sem kveikt verður í flekunum. -sm Mest lesið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Sjá meira
Listamennirnir Alisha Piercy og Óskar Ericsson munu kveikja í 22 flekum við Sæbrautina á Menninganótt. Þetta er þriðja verkið sem Óskar gerir í tilefni Menninganætur og voru hin listaverkin Þvottakórinn og loftlistaverkið Sóun. Innblásturinn að verkinu er fenginn úr bók eftir Piercy þar sem aðalpersónan er týnd á sjó og býr til brennandi fleka úr braki til þess að vísa björgunarsveitum rétta leið. Piercy og Óskar kynntust fyrr í vetur þegar hann hélt einkasýningu í Montreal í Kanada og ákváðu í kjölfarið að vinna saman að verki. Alisha er búin að dvelja hér á landi í þrjá daga og segir einstaklega gaman að vinna með Óskari. „Hann er alls óhræddur að takast á við stór verkefni og þetta verk er einmitt eitt slíkt. Það sem mér finnst einstakt við þetta verkefni er að það fer mikill tími í undirbúning en svo að gjörningnum loknum er ekkert eftir af verkinu sjálfu,“ segir Piercy. Flekarnir eru búnir til úr gömlum brettum og yfir þrjúhundruð plastflöskum sem listamennirnir fengu lánaðar frá Sorpu. Verkið er einnig unnið í samvinnu við Slökkvilið Reykjavíkur og segir Óskar að verkið sé í raun æskudraumur að rætast. „Ég held það sé draumur hvers barns að fá að byggja fleka og kveikja bál þannig við Alisha höfum skemmt okkur vel við þetta,“ segir Óskar og bætir við að hægt sé að túlka verkið á ýmsa vegu. „Þetta er mikil athöfn en við látum áhorfendur um að fylla í eyðurnar. Mér finnst þetta mjög dáleiðandi og öflugt auk þess sem þetta vinnur með þolinmæði áhorfenda.“ Gjörningurinn hefst með upplestri úr bók Piercy í Útúrdúr klukkan 22.00 og þaðan er haldið niður að höfn þar sem kveikt verður í flekunum. -sm
Mest lesið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“